„Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. janúar 2016 23:31 Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Páll Winkel, fangelsismálastjóri, segir of marga í fangelsum á Íslandi og að hér sé rekin of hörð refsistefna. Hann vill beina kröftum refsivörslukerfisins í átt að betrun brotamanna og segir mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar taki ekki mið af „brjáluðum bloggurum.“ Þetta kom fram í máli hans í kvöld í þættinum Ísland í dag þar sem hann ræddi ásamt Björt Ólafsdóttur, þingmanni Bjartrar framtíðar, um fangelsismál á Íslandi. Björt hefur áður sagt að mikilvægt sé að hugsa þennan málaflokk upp á nýtt og að unnið verði meira í átt að betrun. Ummæli hennar um að hvítflibbaglæpamenn ættu ekki að sitja í fangelsi, sem hún lét falla í Fréttablaðinu í desember, vöktu mikla athygli. Sjá einnig: Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsiPáll sagðist geta tekið undir þau orð Bjartar að meiri áherslu þyrfti að leggja á betrun í íslenskri refsistefnu.Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartar framtíðar.vísir/anton„Ég er sammála því, að fenginni mikilli reynslu í nokkra áratugi, að innilokun í fangelsi er vond. Það hefur ekki mannbætandi áhrif að loka mann inni í fangelsi,“ segir Páll en undirstrikaði að miklar breytingar, til hins betra, hefðu átt sér stað í fangelsismálum á Íslandi. Að mati Páls sitja þó enn of margir inni hér á landi. „Ég held að við séum með of marga í fangelsi of lengi. Þess vegna einmitt eigum við að einbeita okkur meira að fullnustu utan fangelsa; með rafrænu eftirliti, með vistun á áfangaheimilum og svo framvegis,“ segir Páll. Að hans mati er því mikilvægt að ráðamenn láti ekki kröfur almennings um þyngingar refsinga of mikil áhrif á sig hafa. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að þeir sem setji leikreglurnar; Alþingi, dómstólarnir og svo við sem erum partur af framkvæmdavaldinu og fullnustu refsinganna, að við berum þroska til þess að láta ekki hefnigirni, hefndarþorsta og þetta ógeð sem er í gangi í samfélaginu hafa áhrif á okkar störf,“ segir Páll og bætir við: „Við eigum ekki að taka mið af einhverjum brjáluðum bloggurum.“ Spjall þeirra Páls, Bjartar og Lóu Pindar má sjá í spilaranum hér að ofan
Ísland í dag Tengdar fréttir Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21 Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Má ekki vera matskennt hver á að fara í fangelsi og hver ekki Páll Winkel fangelsismálastjóri segir hugmyndir á borð við þá sem Björt Ólafsdóttir þingkona kom með í morgun þurfi að vera vel útfærðar og skýrar. 11. desember 2015 16:21
Bankamenn eiga ekki að vera í fangelsi Björt Ólafsdóttir segir stöðu Bjartrar framtíðar vera umhugsunarefni. Hún telur þó ólíklegt að flokkurinn sé að þurrkast út, þau séu að vinna sína vinnu vel en þurfi ef til vill að láta meira í sér heyra. 11. desember 2015 06:30