Aron: Aldrei verið eins vel stemmdur fyrir stórmóti Henry Birgir Gunnarsson skrifar 6. janúar 2016 15:15 Aron Pálmarsson. vísir/stefán „Það er ekkert að plaga mig núna. Ekki enn þá,“ segir Aron Pálmarsson og glottir en hann kom til móts við landsliðið verkjalaus að þessu sinni og verður því væntanlega í sínu besta formi á EM. Hann spilar sinn 100. landsleik gegn Portúgal í kvöld og það á sínum gamla heimavelli í Hafnarfirði. Hann hefur talsvert verið að glíma við meiðsli á síðustu árum og álagið í Þýskalandi tók sinn toll. Það er ekki sama álagið í Ungverjalandi og það gerir honum gott. „Það er orðið svolítið síðan ég kem svona verkjalaus inn í liðið fyrir stórmót en það þarf að fylgjast vel með mér. Ég veit ég er bara 25 ára en líkaminn minn er ekki alveg gerður fyrir svona mikið álag. Við þurfum því að halda vel utan um þetta,“ segir Aron en hann var einmitt í sjúkraþjálfun er viðtalið var tekið. Honum líður eðlilega vel með að fara svona inn í stórmót. „Ég hef aldrei verið svona vel stemmdur fyrir stórmóti. Í það minnsta ekki síðan fyrir Ólympíuleikana 2012. Ég hef æft vel sjálfur og fékk kærkomið jólafrí loksins þannig að ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Margir höfðu á orði er Aron fór til Veszprém að það gæti reynst landsliðinu vel en sjálfur var hann lítið að hugsa um það. „Ég hugsaði lítið um það en sé það núna eftir á að þetta er gott fyrir mig. Ég mun leggja mitt af mörkum í þessu móti og spila eins mikið og ég get. Nema ég geti ekkert. Þá verð ég að setjast á bekkinn," segir Aron en hvað er Ísland að fara langt á þessu móti? „Við erum auðvitað að stefna á þetta Ólympíusæti. Þegar maður er kominn af stað vill maður auðvitað fara eins langt og hægt er. Það er talað um að fimmta sætið muni duga. Við náðum því síðast með laskað lið og það var toppárangur. Markmið eitt er að ná ÓL-sætinu og svo vinnum við okkur út frá því.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
„Það er ekkert að plaga mig núna. Ekki enn þá,“ segir Aron Pálmarsson og glottir en hann kom til móts við landsliðið verkjalaus að þessu sinni og verður því væntanlega í sínu besta formi á EM. Hann spilar sinn 100. landsleik gegn Portúgal í kvöld og það á sínum gamla heimavelli í Hafnarfirði. Hann hefur talsvert verið að glíma við meiðsli á síðustu árum og álagið í Þýskalandi tók sinn toll. Það er ekki sama álagið í Ungverjalandi og það gerir honum gott. „Það er orðið svolítið síðan ég kem svona verkjalaus inn í liðið fyrir stórmót en það þarf að fylgjast vel með mér. Ég veit ég er bara 25 ára en líkaminn minn er ekki alveg gerður fyrir svona mikið álag. Við þurfum því að halda vel utan um þetta,“ segir Aron en hann var einmitt í sjúkraþjálfun er viðtalið var tekið. Honum líður eðlilega vel með að fara svona inn í stórmót. „Ég hef aldrei verið svona vel stemmdur fyrir stórmóti. Í það minnsta ekki síðan fyrir Ólympíuleikana 2012. Ég hef æft vel sjálfur og fékk kærkomið jólafrí loksins þannig að ég er alveg hrikalega spenntur fyrir þessu.“ Margir höfðu á orði er Aron fór til Veszprém að það gæti reynst landsliðinu vel en sjálfur var hann lítið að hugsa um það. „Ég hugsaði lítið um það en sé það núna eftir á að þetta er gott fyrir mig. Ég mun leggja mitt af mörkum í þessu móti og spila eins mikið og ég get. Nema ég geti ekkert. Þá verð ég að setjast á bekkinn," segir Aron en hvað er Ísland að fara langt á þessu móti? „Við erum auðvitað að stefna á þetta Ólympíusæti. Þegar maður er kominn af stað vill maður auðvitað fara eins langt og hægt er. Það er talað um að fimmta sætið muni duga. Við náðum því síðast með laskað lið og það var toppárangur. Markmið eitt er að ná ÓL-sætinu og svo vinnum við okkur út frá því.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira