Dæmt eftir tíðarandanum stjórnarmaðurinn skrifar 6. janúar 2016 09:00 Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson hefur skrifað athyglisverða grein um Stím-málið svokallaða. Í málinu voru Lárus Welding forstjóri og fleiri forráðamenn Glitnis dæmdir til fangelsisvistar, meðal annars fyrir umboðssvik. Umboðssvik má skýra sem tilvik þegar maður sem fer með fjárreiður fyrir annan mann eða félag misnotar þá aðstöðu sína. Það er skilyrði fyrir beitingu ákvæðisins að háttsemin sem um er rætt hafi átt sér stað í auðgunarskyni. Málsatvik í Stím-málinu voru þau að Glitnir seldi bréf í bankanum til félags að nafni Stím. Kaupin voru að hluta fjármögnuð af Glitni, og í staðinn tók bankinn tryggingar, m.a. veð í bréfunum sjálfum. Staða bankans var því sú eftir viðskiptin að bankinn losaði bréfin af eigin bók og eignaðist þess í stað kröfu á hendur Stím auk þess að fá greiðslu fyrir hluta bréfanna. Ekkert fé rann út úr bankanum. Jafnframt liggur fyrir að hvorki forstjórinn né aðrir ákærðu höfðu fjárhagslegan ávinning af þessum viðskiptum, ekki annan en þann að afkoma þeirra var háð afkomu bankans. Því skyldi maður ætla að þeirra hagur væri að reyna að bæta stöðu bankans í einstökum viðskiptum. Eins og Jón Steinar bendir á fæst ekki betur séð en að eina leiðin fyrir bankann til að verða fyrir tjóni í þessu tilviki sé ef bréfin hefðu verið seld á undirverði. Sú var ekki raunin og raunar héldu bréfin áfram að lækka eftir viðskiptin. Bankinn losaði því áhættu af eigin bók. Dómurinn kemst þó að annarri niðurstöðu og sakfellir Lárus og félaga. Athyglisvert er einnig að dómurinn gerir ítrekað lítið úr framburði aðalvitnis ákæruvaldsins í málinu, en veigrar sér þó ekki við að sakfella á grundvelli einmitt þess framburðar. Sennilega kemur niðurstaðan ekki á óvart miðað við ummæli dómsformanns í fjölmiðlum um að dómstólar eigi að dæma eftir tíðarandanum. Vel getur verið að í dag séu menn þeirrar skoðunar að ákveðin háttsemi, t.d. lán banka fyrir kaupum á bréfum í sjálfum sér, eigi ekki að líðast. Rétt nálgun í réttarríki er þá að beita sér fyrir lagabreytingum. Þetta var einmitt gert í Belgíu í kjölfar lánveitinga Dexia-bankans. Hér á landi virðist freistingin því miður sú að túlka lögin afturvirkt eftir tíðarandanum. Þess vegna er ekki ofsagt hjá Jóni Steinari að réttarríkið sé í hættu, eða hvernig eiga borgararnir annars að átta sig á því hvers konar háttsemi er bönnuð frá degi til dags?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira