Alexander: Óli hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 5. janúar 2016 06:00 Alexander Petersson. Vísir/Ernir Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. „Ég er aðeins verri núna en ég er venjulega,“ segir landsliðsmaðurinn Alexander Petersson en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu ár en ætlar engu að síður að hjálpa landsliðinu á EM í Póllandi. „Þetta eru meiðsli í fæti sem hafa verið að plaga mig síðustu fjóra mánuði. Ég þarf á hvíld að halda til þess að losna við þessi meiðsli en það er enginn tími til þess að slaka á,“ segir Alexander og brosir. „Læknarnir segja að ég þurfi að hvíla algjörlega í sex til átta vikur. Ég finn þann tíma þegar ég er hættur í handbolta.“Tekur miklu færri skot en áður Öxlin hefur einnig verið að plaga Alexander síðustu ár og hann hefur einfaldlega þurft að venjast því að spila með verki í öxlinni. „Ég hef þurft að stýra álaginu. Taka kannski fimm til sex skot í leik í staðinn fyrir að taka fimmtán. Ég er ekki ungur lengur,“ segir hinn 35 ára gamli Alexander en hvað hefur hann eiginlega verið að spila með verki lengi? „Það er orðinn ansi langur tími,“ segir Alexander og þarf að hugsa sig vandlega um er hann rifjar upp hvenær hann spilaði síðast handbolta verkjalaus. „Ég var verkjalaus er ég fór til Füchse Berlin árið 2010. Svo kom stórmót í janúar og þá meiddist ég á öxlinni. Ég hef ekki verið samur síðan. Ég er búinn að venjast þessum axlarmeiðslum en það er ómögulegt að segja hvað ég get haldið lengi áfram svona.“ Miðað við meiðslasögu Alexanders þá áttu margir von á því að hann myndi ekki gefa kost á sér í verkefnið í Póllandi. Hann missti af HM 2014 og EM 2014 en annars hefur hann verið með á öllum mótum síðustu árin. Alexander segir að hann verði líklega ekki í aðalhlutverki að þessu sinni.Vísir/EPASpila 15 mínútur í leik „Við erum að tala núna um að láta mig spila í hverjum einasta leik en ekki mikið samt. Ætli ég spili ekki svona fimmtán mínútur í leik. Kannski stundum bara vörn en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur,“ segir Alexander sem oftar en ekki hefur lent í því að þurfa að spila mun meira en hann kannski ætlaði sér. „Ég var stundum beðinn um að hjálpa til en endaði svo í því að spila heilan leik. Það fór ekkert allt of vel með mig,“ segir Alexander og leyfir sér samt að hlæja er hann rifjar þetta upp. Sama hvað gengur á þá eru strákarnir okkar alltaf bjartsýnir áður en þeir leggja af stað á stórmót. Á því er engin breyting núna.Vísir/ErnirHefur góða tilfinningu fyrir EM „Mér líst mjög vel á liðið og þetta lítur vel út. Við erum með gott lið og strákarnir í góðu formi. Menn eins og Rúnar og Ásgeir líta mjög vel út og eru með mikið sjálfstraust. Yngri strákarnir eru líka efnilegir og markverðirnir í góðu standi. Ég vil ekki vera með of miklar yfirlýsingar fyrir mót en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu móti,“ segir Alexander en strákarnir þurfa að ná góðum árangri ef þeir ætla að ná því markmiði sínu að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. „Óli [Ólafur Stefánsson aðstoðarþjálfari] hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið en þó svolítið spes líka. Við gætum komið mótherjanum á óvart. Það er gaman að breyta aðeins til. Það er ómögulegt að segja hvað við förum langt en það er mikilvægt að byrja vel. Ekki tapa strax í byrjun eins og svo oft áður og reyna að bjarga sér gegn sterkustu liðunum.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Fyrsta markmiðið er að komast í undanúrslitin í Póllandi Guðmundur Guðmundsson segir að leikmenn séu einbeittir á að ná að minnsta kosti einu af efstu fjórum sætunum á EM í Póllandi. 3. janúar 2016 22:00 Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30 Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Alexander Petersson verður í takmörkuðu hlutverki hjá íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Þessi mikli harðjaxl mun bíta á jaxlinn og gera það sem hann getur til þess að hjálpa liðinu. „Ég er aðeins verri núna en ég er venjulega,“ segir landsliðsmaðurinn Alexander Petersson en hann hefur verið þjakaður af meiðslum síðustu ár en ætlar engu að síður að hjálpa landsliðinu á EM í Póllandi. „Þetta eru meiðsli í fæti sem hafa verið að plaga mig síðustu fjóra mánuði. Ég þarf á hvíld að halda til þess að losna við þessi meiðsli en það er enginn tími til þess að slaka á,“ segir Alexander og brosir. „Læknarnir segja að ég þurfi að hvíla algjörlega í sex til átta vikur. Ég finn þann tíma þegar ég er hættur í handbolta.“Tekur miklu færri skot en áður Öxlin hefur einnig verið að plaga Alexander síðustu ár og hann hefur einfaldlega þurft að venjast því að spila með verki í öxlinni. „Ég hef þurft að stýra álaginu. Taka kannski fimm til sex skot í leik í staðinn fyrir að taka fimmtán. Ég er ekki ungur lengur,“ segir hinn 35 ára gamli Alexander en hvað hefur hann eiginlega verið að spila með verki lengi? „Það er orðinn ansi langur tími,“ segir Alexander og þarf að hugsa sig vandlega um er hann rifjar upp hvenær hann spilaði síðast handbolta verkjalaus. „Ég var verkjalaus er ég fór til Füchse Berlin árið 2010. Svo kom stórmót í janúar og þá meiddist ég á öxlinni. Ég hef ekki verið samur síðan. Ég er búinn að venjast þessum axlarmeiðslum en það er ómögulegt að segja hvað ég get haldið lengi áfram svona.“ Miðað við meiðslasögu Alexanders þá áttu margir von á því að hann myndi ekki gefa kost á sér í verkefnið í Póllandi. Hann missti af HM 2014 og EM 2014 en annars hefur hann verið með á öllum mótum síðustu árin. Alexander segir að hann verði líklega ekki í aðalhlutverki að þessu sinni.Vísir/EPASpila 15 mínútur í leik „Við erum að tala núna um að láta mig spila í hverjum einasta leik en ekki mikið samt. Ætli ég spili ekki svona fimmtán mínútur í leik. Kannski stundum bara vörn en við verðum að sjá til hvernig þetta þróast hjá okkur,“ segir Alexander sem oftar en ekki hefur lent í því að þurfa að spila mun meira en hann kannski ætlaði sér. „Ég var stundum beðinn um að hjálpa til en endaði svo í því að spila heilan leik. Það fór ekkert allt of vel með mig,“ segir Alexander og leyfir sér samt að hlæja er hann rifjar þetta upp. Sama hvað gengur á þá eru strákarnir okkar alltaf bjartsýnir áður en þeir leggja af stað á stórmót. Á því er engin breyting núna.Vísir/ErnirHefur góða tilfinningu fyrir EM „Mér líst mjög vel á liðið og þetta lítur vel út. Við erum með gott lið og strákarnir í góðu formi. Menn eins og Rúnar og Ásgeir líta mjög vel út og eru með mikið sjálfstraust. Yngri strákarnir eru líka efnilegir og markverðirnir í góðu standi. Ég vil ekki vera með of miklar yfirlýsingar fyrir mót en ég hef góða tilfinningu fyrir þessu móti,“ segir Alexander en strákarnir þurfa að ná góðum árangri ef þeir ætla að ná því markmiði sínu að komast í forkeppni Ólympíuleikanna. „Óli [Ólafur Stefánsson aðstoðarþjálfari] hefur komið inn með skemmtilega hluti fyrir mótið en þó svolítið spes líka. Við gætum komið mótherjanum á óvart. Það er gaman að breyta aðeins til. Það er ómögulegt að segja hvað við förum langt en það er mikilvægt að byrja vel. Ekki tapa strax í byrjun eins og svo oft áður og reyna að bjarga sér gegn sterkustu liðunum.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00 Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19 Fyrsta markmiðið er að komast í undanúrslitin í Póllandi Guðmundur Guðmundsson segir að leikmenn séu einbeittir á að ná að minnsta kosti einu af efstu fjórum sætunum á EM í Póllandi. 3. janúar 2016 22:00 Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30 Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45 Mest lesið Boxari lést tveimur vikum eftir að hafa gift sig Sport Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Enski boltinn Frakkar sjokkeraðir vegna hópsins sem kemur til Íslands Fótbolti Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Íslenski boltinn Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Sport Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Enski boltinn Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Handbolti Klopp snýr aftur á Anfield Enski boltinn Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ Körfubolti Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Körfubolti Fleiri fréttir „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sjá meira
Leiktímar strákanna á EM í Póllandi Íslenska karlalandsliðið í handbolta byrjar á leik gegn Norðmönnum föstudaginn 15. janúar. 4. janúar 2016 13:00
Aron: Nú er að sýna að þetta sé ekki kjaftæði sem fólkið er að tala um "Ég er betra standi núna en fyrir síðustu stórmót," segir Aron Pálmarsson, landsliðsmaður í handbolta. Hann segir að íslenska landsliðið ætli sér langt á Evrópumótinu í Póllandi. 4. janúar 2016 20:19
Fyrsta markmiðið er að komast í undanúrslitin í Póllandi Guðmundur Guðmundsson segir að leikmenn séu einbeittir á að ná að minnsta kosti einu af efstu fjórum sætunum á EM í Póllandi. 3. janúar 2016 22:00
Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson segir að það séu alltaf forréttindi að fá að spila fyrir hönd Íslands og að leikmenn liðsins séu ákveðnir í að standast pressuna sem íslenska þjóðin setur á liðið. 3. janúar 2016 19:30
Alexander: Verð að sjá hvernig líkaminn bregst við Alexander Petersson vonast til þess að vera klár í slaginn þegar EM í Póllandi hefst en hann hefur lítið geta beitt sér á æfingum undanfarnar vikur. 3. janúar 2016 18:45