Handbolti

Guðjón Valur: Dagarnir misjafnir eins og hjá öllum öðrum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
„Ég er núna á ákveðnu blómaskeiði. Mér líður mjög vel andlega og líkamlega og líður vel með landsliðinu. Við erum betur stemmdir en við höfum oft áður verið,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handbolta þegar Guðjón Guðmundsson ræddi við hann í dag.

„Það eru forréttindi að spila fyrir íslenska landsliðið að mínu mati en auðvitað eru dagarnir misjafnir og það er ekki alltaf auðvelt.“

Guðjón Valur verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu á EM en þetta verður í níunda Evrópumótið sem Guðjón Valur tekur þátt í.

„Við erum að upplifa mikla spennu í þjóðfélaginu, körfubolta- og fótboltalandsliðið komust í fyrsta sinn á stórmót og við samgleðjumst með þeim enda frábær árangur. Fólki finnst sjálfsagt að við komumst á stórmótin og við gerum þessar kröfur til okkar,“ sagði Guðjón Valur sem finnur fyrir pressu.

„Þetta er ekki alltaf auðvelt. Fólki kannski sjálfsagt að maður skori 6-12 mörk í leik og það er einfaldlega ekki ásættanlegt að ná því ekki en þá setur maður bara á tónlist og reynir að slaka á,“ sagði Guðjón Valur en viðtalið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×