Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 22:16 Aron gefur skipanir af hliðarlínunni í kvöld. vísir/valli Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. Þetta er annað mótið í röð þar sem að íslenska liðið veldur miklum vonbrigðum undir hans stjórn og Ólympíuleikar eru úr sögunni. Ætlar hann að reyna að sitja áfram eða hætta sem landsliðsþjálfari? „Nú ætla ég að komast aðeins út úr húsinu. Stundum er best að bíta aðeins í tunguna á sér. Það koma svör með það fljótlega,“ segir svekktur landsliðsþjálfari.Sjá einnig: Alexander: Einn leiðinlegasti leikur sem ég hef spilað fyrir landsliðið Leikurinn í kvöld var auðvitað skelfilegur. Það sáu allir. Íslenska liðið var gjaldþrota. „Þetta er bara ótrúlegt. Ég sá þetta bara alls ekki koma. Síðasta mót var svolítið sveiflukennt hjá okkur. Sú vinna sem við setjum í gang eftir það var að virka vel og það hafa verið framfarir hjá okkur. Í undirbúningnum leit þetta vel út og það var stígandi hjá okkur. Fyrsti leikurinn var góður en svo hendum við þessu frá okkur á móti Hvíta-Rússlandi,“ segir Aron og má sjá að hann er enn reiður út af þeim leik. „Hvít-Rússar er flott lið en við eigum að vinna er við skorum 38 mörk. Þá hefðum við verið öruggir með tvö stig í milliriðil og á leið í úrslitaleik gegn Króötum. Þeir voru mjög grimmir í byrjun og grimmari en við. Við vorum óþolinmóðir.“Blaðamannafundurinn áðan var ekki auðveldur fyrir Aron og Björgvin Pál.vísir/valliSjá einnig: Aron: Mér leið illa inn á vellinum Varnarleikur íslenska liðsins var hreinasta hörmung í síðustu tveim leikjum. Fermingardrengir gegn karlmönnum. Fyrsti leikurinn gegn Noregi gaf góð fyrirheit með vörnina en það reyndust vera falsvonir. Er varnarleikurinn sem liðið spilar ekki nógu góður eða eru leikmennirnir hreinlega ekki nógu góðir? „Þetta er eitthvað sem maður verður að skoða vel. Það er nokkuð ljóst að við verðum að gera breytingar á vörninni. Það er nokkuð ljóst að við erum ekki að þola að spila þessa vörn. Vörnin var ekki í takti við það sem við höfðum verið að gera og vörnin dettur niður í gæðum strax eftir fyrsta leik. Ég sá þetta ekki fyrir og þetta er mjög sárt.“ Aron og meðþjálfarar hans fundu ekki lausnir á þessu móti. Þeir komu ekki með réttu svörin. „Við erum ekki að ná að leysa þetta. Það var alveg sama hvað við gerðum. Það eru mikil vonbrigði,“ segir Aron en á Ísland menn í dag sem eru nógu góðir til þess að leysa miðjustöðurnar í vörninni? „Við fórum í Gulldeildina með tvo nýja þrista í Tandra Má og Guðmundi Hólmar. Þeir litu nokkuð vel út og mér finnst þeir líta út fyrir að geta komið þarna inn. Svo erum við alltaf að leita að línumanni sem getur spilað í vörn og sókn og þar eigum við Arnar Frey Arnarsson til að mynda. Hann er framtíðarmaður. Svo styttist í breytingar hjá landsliðinu og þá verðum við að hugsa það út frá varnarhlutverkinu. Að menn geti spilað bæði í vörn og sókn. Það er erfitt að vera alltaf að skipta tveimur út í vörn og sókn. Flækir málin oft og við reyndum að breyta því hérna. Það gekk ekki.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Arnór Atlason ætlar ekki að hætta í íslenska landsliðinu. Hann á engar útskýringar á frammistöðunni gegn Króatíu í kvöld. 19. janúar 2016 21:24
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00