Arnór: Mest svekkjandi að missa af Ólympíuleikunum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 19. janúar 2016 21:24 Arnór svekktur með strákunum eftir leik. Vísir/Valli Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“ EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Ísland mátti þola grátlegt tap fyrir Króatíu á EM í handbolta í kvöld og var Arnór Atlason niðurlútur eftir tapið, enda Ísland úr leik og draumurinn um Ólympíuleikana í Ríó úr sögunni. „Við byrjuðum vel á þessu móti og þó svo að leikirnir hafi verið mismunandi fannst mér allir mæta til leiks vel undirbúnir,“ sagði Arnór eftir leikinn. „Við byrjuðum þokkalega gegn Noregi og fengum tvö stig úr þeim leik. Þá vorum við komnir í draumastöðu. En svo veit ég ekki hvað gerist.“ Hann segir að það hafi allir séð hvað gerðist í leiknum gegn Hvíta-Rússlandi og að það hafi verið erfitt að þurfa að spila gegn Króatíu í leik þar sem allt var í húfi. „Það er augljóst að Króatía er með miklu betra landslið en við í dag,“ segir Arnór sem játar því að íslenska landsliðið geti miklu betur en liðið sýndi í dag. „Að sjálfsögðu. Það vita allir og við vitum það best sjálfir. Menn eru rosalega svekktir enda risastórt tap. Það sem er samt mest svekkjandi er að við missum núna af Ólympíuleikunum. Við höfum margir horft lengi til þess móts.“ Hann segir ótímabært að meta framtíð landsliðsins út frá þessu móti. „Ég veit ekki hver framtíðin er eða staðan á mönnum. Nú voru menn búnir að hugsa um þetta mót í langan tíma, frá því að HM lauk í fyrra, og er langt síðan að við vorum allir í svo góðu standi og við erum núna.“ „Þetta er agalegt að við höfum ekki gefið okkur betra tækifæri til að fara áfram í milliriðil en við gerðum í kvöld.“ Hann segist ekkert hafa velt fyrir sér framtíð sinni í landsliðinu. „Ég reikna með því að halda áfram mínu striki. Þetta er það skemmtilegasta sem ég geri og margir af mínum bestu vinum spila hér. Ég ætla ekki að hætta strax.“
EM 2016 karla í handbolta Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00 Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09 Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04 Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Umfjöllun og myndir: Króatía - Ísland 37-28 | Hörmung gegn Króatíu og Ísland úr leik Ísland er úr leik á EM í handbolta og fer ekki á Ólympíuleikana í Ríó í sumar. Þetta varð niðurstaðan eftir hörmulega frammistöðu strákanna okkar gegn Króatíu. 19. janúar 2016 21:00
Þjóðarsorg á Twitter eftir útreiðina í fyrri hálfleik: „Út með Aron og inn með Dag“ Strákarnir okkar fengu á baukinn í fyrri hálfleik gegn Króatíu í úrslitaleiknum. 19. janúar 2016 20:09
Pólland vann meistarana og fer með fullt hús í milliriðilinn Gestgjafarnir tóku heims, Evrópu- og Ólympíumeistara Frakklands í Kraká. 19. janúar 2016 21:04
Logi Geirs: „Sláðu einhvern utanundir og spurðu hvað ertu að fokking gera“ Landsliðsmaðurinn fyrrverandi sagði fyrri hálfleikinn hjá strákunum okkar gegn Króatíu vandræðalegan. 19. janúar 2016 20:35
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00