Enn vefst stjórnarskráin fyrir þingmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 19:30 Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi. Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
Tekist var á um það á Alþingi í dag hvort það væri stjórnarflokkunum eða stjórnarandstöðunni að kenna að ekki hefur náðst sátt um tillögur á breytingum á stjórnarskránni. Forsætisráðherra segir það vera sameiginlegt verkefni flokkanna að afgreiða málið. Fá mál hafa þvælst eins fyrir alþingismönnum og tilraunir til breytinga á stjórnarskránni þótt í orði að minnsta kosti hafi allir flokkar lýst því yfir að þeir vilji einhvers konar breytingar á henni. Stjórnarskráin reyndist síðustu ríkisstjórn mjög erfið og hún ætlar einnig að þvælast fyrir fótunum á núverandi ríkisstjórn. Dregist hefur að nefnd allra flokka skili af sér tillögum um breytingar á stjórnarskránni, en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra skipaði í nefndina sumarið 2013. Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar sagði á Alþingi í dag að beðið væri eftir að stjórnarflokkarnir skýrðu stöðu sína. „Ég minni sérstaklega á að hæstvirtur forsætisráðherra hefur sjálfur lofað því að sett verði í stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign á auðlindir .... og hæstvirtur forsætisráðherra er nú duglegur við að lofa þjóðaratkvæðagreiðslu um ýmis mál. Meðal annars mál sem hann er búinn að lofa að leggja fyrir Alþingi en hefur heykst á að leggja fyrir Alþingi. Er ekki nær að veita þjóðinni sjálfri réttinn til þess að kalla mál í þjóðaratkvæði,“ spurði Árni Páll. Forsætisráðherra sagðist sammála því að þjóðin hefði sem mest tækifæri til að kalla eftir þjóðaratkvæðagreiðslu. „Þá held ég að það sé ekki hægt að stilla því þannig upp, eins og mér heyrist háttvirtur þingmaður gera, að það séu tvö lið stjórnar og stjórnarandstöðu og stjórnarandstaðan eigi bara að bíða eftir því að sjá hvað fulltrúar stjórnarmeirihlutans bjóði. Þetta hlýtur að vera samvinna um það að finna niðurstöðu sem er aðgengileg fyrir alla. Niðurstöðu sem felur í sér góðar breytingar,“ sagði Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra sagðist vilja sjá breytingar á stjórnarskránni og það væri fyrir atbeina Árna Páls sem möguleiki væri á því á þessu kjörtímabili. En Alþingi samþykkti breytingarákvæði við stjórnarskrána á síðasta kjörtímabili þannig að hægt yrði að breyta henni á þessu kjörtímabili án þess að boða strax til kosninga. Árni Páll minnti á að tíminn væri naumur í þessum efnum. „Ef nýta á breytingaákvæðið þarf þjóðaratkvæðagreiðsla að getað farið fram áður en þing hefst næsta haust. Þannig að þetta mál fari ekki að tætast inn í umræður á kosningavetri,“ sagði Árni Páll. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata innti forsætisráðherra eftir því hvenær hann sæi fyrir sér að þjóðaratkvæðagreiðsla um afnám verðtryggingar, sem hann hefði boðað, gæti farið fram og hvenær hann ætlaði að leggja fram frumvarp þar að lútandi.
Alþingi Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira