Ísland verður að fá stig gegn Króatíu eftir sigur Noregs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. janúar 2016 19:15 Sander Sagosen og félagar í norska liðinu geta stillt Íslandi upp við vegg. vísir/epa Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Norðmenn eru komnir áfram í milliriðla á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi eftir tveggja marka sigur, 27-29, á Hvíta-Rússlandi í dag. Þessi úrslit þýða að Ísland þarf að ná í stig gegn Króatíu á eftir til að komast áfram í milliriðla. Leikur Íslands og Króatíu hefst klukkan 19:30 en hann er í beinni textalýsingu á Vísi. Nái íslensku strákarnir í stig gegn Króötum sitja Hvít-Rússar eftir með sárt ennið en Ísland, Króatía og Noregur fara áfram. Íslenska liðið gæti farið með fjögur stig inn í milliriðla en til þess þarf liðið að vinna Króatíu sem því hefur ekki tekist síðan 2004. Hvít-Rússar spiluðu mjög framliggjandi vörn sem Norðmenn áttu í miklum vandræðum með að leysa í fyrri hálfleik. Fyrir aftan hana var Viachaslau Saldatsenka svo í miklu stuði en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Ole Erevik byrjaði í marki Noregs en hann fann sig ekki. En eftir tæplega 10 mínútna leik kom Espen Christensen í markið og hann varði eins og berserkur það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, alls 11 skot (58%). Hvít-Rússar voru með frumkvæðið í fyrri hálfleik og náðu mest fjögurra marka forystu, 6-2. Norðmenn náðu tvívegis að jafna í fyrri hálfleik en komust aldrei yfir. Líkt og gegn Íslandi voru þeir Barys Pukhouski og Siarhei Rutenka í aðalhlutverki í sóknarleik Hvít-Rússa en þeir skoruðu alls átta af 13 mörkum liðsins í fyrri hálfleik. Þeir fengu einnig góða hjálp frá örvhentu skyttunni Siarhei Shylovich sem skoraði þrjú mörk og var ógnandi. Það var fátt um fína drætti í sóknarleik Norðmanna sem þurftu að hafa mikið fyrir sínum mörkum. Saldatsenka reyndist norska liðinu erfiður ljár í þúfu en það var helst Kent Robin Tönnesen sem fann leiðina framhjá honum en hann skoraði þrjú mörk úr fjórum skotum í fyrri hálfleik. Staðan að honum loknum var 13-12 en í seinni hálfleik snerist dæmið algjörlega við. Norðmenn lokuðu vörninni og sóknin gekk miklu betur undir styrkri stjórn Christians O'Sullivan sem átti frábæran seinni hálfleik. O'Sullivan kom Norðmönnum fjórum mörkum yfir, 17-21, þegar 13 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik. Norska liðið var hreinlega óstöðvandi í seinni hálfleiknum þar sem það náði mest sex marka forystu. Þegar þrjár mínútur voru eftir af leiknum kom O'Sullivan Noregi í 23-29 og úrslitin í raun ráðin. Hvít-Rússarnir reyndu hvað þeir gátu á lokakaflanum og skoruðu fjögur síðustu mörk leiksins. Það dugði þó ekki til að Norðmenn fögnuðu tveggja marka sigri, 27-29, og sæti í milliriðli. O'Sullivan og Kristian Björnsen voru markahæstir í norska liðinu með fimm mörk hvor en alls komust 10 leikmenn liðsins á blað í leiknum. Christensen var frábær í markinu og varði 19 skot (46%). Rutenka var markahæstur hjá Hvít-Rússum með níu mörk en hann var orðinn hálf bensínlaus í seinni hálfleik. Shylovich og Pukhouski komu næstir með sex mörk hvor. Besti maður liðsins var hins vegar Saldatsenka í markinu en hann varði 21 skot (46%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira