Ekki í fyrsta sinn sem Ísland myndi hagnast á óvenjulegum úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 15:33 Hvað gera Aron og strákarnir okkar í kvöld? Vísir/Gett Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Fótbolti Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fótbolti Daníel stekkur á EM í kvöld: „Legg allt í sölurnar á brautinni“ Sport Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Fleiri fréttir Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Sjá meira