Ekki í fyrsta sinn sem Ísland myndi hagnast á óvenjulegum úrslitum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2016 15:33 Hvað gera Aron og strákarnir okkar í kvöld? Vísir/Gett Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira
Eins og áður hefur verið fjallað um gæti það komið íslenska liðinu til góðs að spila upp á jafntefli gegn Króatíu í kvöld, fremur en að vinna leikinn. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem svo óvenjuleg staða kemur upp á stórmóti í handbolta. Tvívegis hefur það áður gerst að íslenska liðið hagnaðist á „óvenjulegum“ úrslitum.Sjá einnig: Gæti verið betra að gera jafntefli en vinnaÞegar við máttum ekki vinna of stórt Frægt er þegar Alfreð Gíslason, þáverandi landsliðsþjálfari Íslands, fékk þau skilaboð í miðjum leik gegn Frakklandi í frægum leik á HM 2007 í Þýskalandi að Ísland mætti ekki vinna of stórt. Of stórt tap myndi þýða að Frakkland væri úr leik og Ísland færi stigalaust áfram í milliriðlakeppnina. „Alfreð varð því að skipa sínum mönnum að leyfa Frökkum að skora nokkur mörk. Ótrúleg staða,“ segir í greininni sem má lesa hér fyrir neðan.Sjá einnig: Þegar Ísland slátraði Frökkum í BördelandhalleStrákarnir ærðust úr fögnuði eftir sigurinn á Frakklandi á HM 2007.VísirÞegar við fengum tvö gefins mörk Enn nærtækara dæmi er frá riðlakeppninni á EM 2012 í Serbíu. Þá varð Slóvenía að vinna Ísland í lokaumferðinni til að fara áfram með tvö stig í milliriðilinn. En ekki of stórt því annars myndi Noregur fara áfram, Ísland sitja eftir og Slóvenía fara áfram án stiga. Niðurstaðan varð sú að Slóvenía vann, 34-32, og gaf okkar mönnum síðustu tvö mörk leiksins. Noregur átti reyndar möguleika á að bjarga sér en varð að vinna geysisterkt lið Króatíu síðar um kvöldið sem tókst ekki. Norðmenn héldu því heim á leið, sótillir.Sjá einnig: Slóvenar gáfu okkur tvö síðustu mörkinManstu eftir þessum? Landsliðsþjálfari Slóvena, Boris Denic, ræðir við markvörðinn Gorazd Skof, í umræddum leik gegn Íslandi.VísirUrðum að taka við gjöf Slóvena Þegar núverandi staða í B-riðli á EM í Póllandi kom upp var Guðjón Valur minntur á þennan leik gegn Slóveníu og mörkin tvö sem urðu til þess að Noregur komst ekki áfram. „Við nutum góðs af því sem gerðist fyrir fjórum árum en það kom sér afar illa fyrir Noreg,“ sagði Guðjón Valur við sporten.com. „Við urðum bara að taka við gjöfinni sem okkur var færð. Þetta sýnir bara hversu mikla vinnu forystumenn handboltahreyfingarinnar leggja á sig,“ segir hann í kaldhæðni. „Það skiptir þá meira máli hvernig fyrirliðabandið er á litinn eða sokkarnir.“Sjá einnig: Guðjóni Val bannað að nota regnbogafyrirliðaband í kvöldSjá einnig: 70 þúsund króna sekt fyrir ranga sokka „Næst má markvörðurinn ekki lengur vera með sítt hár og honum gert fela húðflúrin sín. Það er lágmarkskrafa að síðustu tveir leikirnir í riðlinum fari fram á sama tíma. Það hefði þýtt að vandamálið væri mun minna,“ var haft eftir Guðjóni Val.Guðjón Valur á EM í Póllandi.Vísir/ValliMaður á að spila til sigurs Erlend Mamelund, leikmaður norska landsliðsins, segir að handboltaíþróttin eigi margt ólært af öðrum íþróttum. „Ég er á því að hafa þetta eins og á stórmótum í fótbolta. Eftir riðlana tekur við hrein útsláttarkeppni. Það skilja allir. Þetta er orðið svo flókið í Meistaradeildinni [í handbolta] að leikmenn vita ekki hvaða lið fara áfram og hvernig.“ Annar norskur landsliðsmaður segir að málið sé einfalt. „Reglurnar eru eins og þær eru og öll lið myndu nýta sér þá möguleika sem þær bjóða upp á. Það myndi þó enginn gera glaður í bragði. Maður á jú að spila til sigurs,“ sagði Christian O'Sullivan.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Sjá meira