Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi er kominn á fullt í baráttuna og nú þegar byrjaður að safna undirskriftum til stuðnings framboði sínu.
Þannig var hann í Verzlunarskóla Íslands í dag að safna undirskriftum en einn nemandi skólans birti meðfylgjandi mynd á Twitter. Var Ástþór á hinum alkunna marmara þar sem Verzlingar safnast saman í frímínútum.
Í lögum um framboð og kjör forseta Íslands frá árinu 1952 er kveðið á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst 1500 manns úr öllum landsfjórðungum. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins en eru yfir helmingi fleiri í dag, eða um 329 þúsund.
Ástþór safnar undirskriftum á marmaranum í Verzló

Tengdar fréttir

Fjöldi meðmælenda sem forsetaefni þurfa að skila inn ekki breyst í 64 ár
Íslendingar eru yfir helmingi fleiri en þeir voru þegar fyrstu forsetakosningarnar fóru fram.

Ástþór vill valdið til fólksins
Ástþór Magnússon er kominn á fullt í kosningabaráttuna fyrir forsetakosningarnar í sumar.

Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands
Stofnandi Friðar 2000 fer fram á að Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu sendi eftirlitsmenn til landsins til að fylgjast með forsetakosningunum næsta sumar.

Skoðanakönnun: Katrín Jakobsdóttir nýtur mests stuðnings lesenda Vísis
Flestir völdu þó valkostinn "einhvern annan.“