Einar Örn og Logi Geirs skoruðu báðir þegar við unnum Króata síðast í landsleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 17:15 Logi Geirsson og Einar Örn Jónsson léku áður með landsliðinu en fjalla nú um liðið á RÚV. Vísir/Hari Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið hefur þurft að bíða lengi eftir sigri á Króatíu eða í rúmlega ellefu ár. Íslenska liðið gæti þurft að enda þá bið í kvöld ætli liðið sér að spila fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Það hafa liðið ellefu ár milli sigurleikja á Króatíu hingað til og því er kominn tími á sigur. Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmótum en síðasti sigur liðsins á Króötum kom í Heimsbikarnum í nóvember 2004 en íslenska liðið var þá að spila sína fyrstu leiki undir stjórn Viggós Sigurðssonar. Það var annar af tveimur sigurleikjum íslenska landsliðsins á móti því króatíska. Ísland vann leikinn 31-30 í Gautborg 2004 en Króatar voru þá ríkjandi heims- og Ólympíumeistarar í handbolta. Króatar voru 18-16 yfir í hálfleik en íslenska liðið hafði síðan betur á æsispennandi lokamínútum. Einar Örn Jónsson, sem lýsir leiknum í kvöld á RÚV, skoraði eitt mark fyrir Ísland í leiknum og Logi Geirsson, sérfræðingur RÚV í EM-stofunni , skoraði 2 mörk. Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska liðsins á EM í Póllandi, var fyrirliði íslenska liðsins í þessum leik og hann skoraði fjögur mörk í leiknum. Fimm leikmenn íslenska liðsins í þessum leik í Gautaborg eru enn með liðinu og þar á meðal er línumaðurinn Róbert Gunnarsson sem var markahæstur hjá íslenska liðsins með sex mörk. Hinir sem eru ennþá með eru þeir Guðjón Valur Sigurðsson, Ásgeir Örn Hallgrímsson, Arnór Atlason og Vignir Svavarsson. Snorri Steinn Guðjónsson var með liðinu á mótinu en ekki í hóp í Króatíuleiknum. Frá þessum sigri í nóvember 2004 þá hafa þjóðirnar mæst fimm sinnum. Króatar hafa unnið fjóra af þessum leikjum og einn endaði með jafntefli. Sigurinn í nóvember 2004 var jafnframt fyrsti sigurinn á Króatíu í rúm ellefu ár eða síðan Ísland vann 24-22 sigur á Króatíu í Kaplakrika í október 1993 í undankeppni EM. Júlíus Jónasson og Valdimar Grímsson voru þá markahæstir í íslenska liðinu með níu mörk hvor.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00 Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48 Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30 Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30 Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fleiri fréttir Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Handboltastjarna hættir 31 árs: Með tilboð en langar að gera eitthvað annað „Gekk vel að þjappa hópnum saman“ Sjá meira
Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. 19. janúar 2016 12:00
Guðmundur með Dani í milliriðil eftir nauman sigur Meistaraefnin í danska liðinu lentu í miklum vandræðum með Svartfjallaland í kvöld. 18. janúar 2016 20:48
Mikkel Hansen: Ég kalla hann bara Gumma Dönsku landsliðsmennirnir eiga erfitt með að bera nafn landsliðsþjálfarans fram. 19. janúar 2016 15:30
Níu nýir menn með Króötum frá því þegar þeir unnu Ísland síðast Króatía og Ísland mætast í dag í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi en undir í leiknum er sæti í milliriðli keppninnar. Króatíska liðið hefur tekið breytingum. 19. janúar 2016 14:30
Lærisveinar Dags sneru við taflinu í seinni hálfleik Þýskaland vann Svíþjóð í hreint ótrúlegum leik eftir að Svíar voru fjórum yfir í hálfleik. 18. janúar 2016 21:13
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30