Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2016 12:00 Aron Pálmarsson í leik á móti Króötum á EM 2012. Vísir/EPA Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. Íslenska landsliðið hefur nefnilega aldrei tekist að vinna Króatíu á stórmóti (HM, EM, ÓL) og í raun aðeins náð einu jafntefli í fimm leikjum. Króatar hafa unnið fjóra af leikjunum fimm en tvo þeirra þó bara með eins marks mun. Ísland náði heldur aldrei að vinna Júgóslavíu á stórmótum á meðan Króatar voru enn innan Júgóslavíu en íslenska liðið náði þó jafntefli á ÓL 1984 og ÓL 1988. Frá því að Króatar varð sjálfstætt ríki þá hafa þjóðirnar mætt fimm sinnum á stórmótum þar af hafa þrír af leikjunum verið á Evrópumóti. Eina jafntefli íslenska liðsins á móti Króatíu kom á EM í Austurríki 2012 en liðin gerðu þá 26-26 jafntefli í milliriðli keppninnar. Íslensku strákarnir fóru síðan í undanúrslit og unnu að lokum bronsverðlaun en Króatar komust í úrslitaleikinn og fengu silfur. Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir þjóðanna á stórmóti, 34-31 sigur í leik um fimmta sætið á HM í Svíþjóð 2011 og 31-29 sigur þegar þjóðirnar mættust í riðlakeppni EM í Serbíu 2012. Króatar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins þegar þeir unnu 31-29 sigur fyrir fjórum árum (EM 2012) en íslenska liðið lagaði stöðuna árið áður með því að skora sex af síðustu sjö mörkunum og minnka muninn í eitt mark. Ísland hefur verið yfir í hálfleik á móti Króatíu í síðustu tveimur leikjum, 15-14 yfir 2012 og 16-14 yfir 2012. Það hefur hinsvegar ekki dugað til og báðir leikirnir töpuðust.Leikir Íslands og Króatíu á stórmótumEM 2012 Ísland-Króatía 29-31 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 8 mörkHM 2011 Ísland-Króatía 33-34 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 10 mörkEM 2012 Ísland-Króatía 26-26 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörkEM 2006 Ísland-Króatía 28-29 Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 8 mörkÓL 2004 Ísland-Króatía 30-34 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi. Íslenska landsliðið hefur nefnilega aldrei tekist að vinna Króatíu á stórmóti (HM, EM, ÓL) og í raun aðeins náð einu jafntefli í fimm leikjum. Króatar hafa unnið fjóra af leikjunum fimm en tvo þeirra þó bara með eins marks mun. Ísland náði heldur aldrei að vinna Júgóslavíu á stórmótum á meðan Króatar voru enn innan Júgóslavíu en íslenska liðið náði þó jafntefli á ÓL 1984 og ÓL 1988. Frá því að Króatar varð sjálfstætt ríki þá hafa þjóðirnar mætt fimm sinnum á stórmótum þar af hafa þrír af leikjunum verið á Evrópumóti. Eina jafntefli íslenska liðsins á móti Króatíu kom á EM í Austurríki 2012 en liðin gerðu þá 26-26 jafntefli í milliriðli keppninnar. Íslensku strákarnir fóru síðan í undanúrslit og unnu að lokum bronsverðlaun en Króatar komust í úrslitaleikinn og fengu silfur. Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir þjóðanna á stórmóti, 34-31 sigur í leik um fimmta sætið á HM í Svíþjóð 2011 og 31-29 sigur þegar þjóðirnar mættust í riðlakeppni EM í Serbíu 2012. Króatar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins þegar þeir unnu 31-29 sigur fyrir fjórum árum (EM 2012) en íslenska liðið lagaði stöðuna árið áður með því að skora sex af síðustu sjö mörkunum og minnka muninn í eitt mark. Ísland hefur verið yfir í hálfleik á móti Króatíu í síðustu tveimur leikjum, 15-14 yfir 2012 og 16-14 yfir 2012. Það hefur hinsvegar ekki dugað til og báðir leikirnir töpuðust.Leikir Íslands og Króatíu á stórmótumEM 2012 Ísland-Króatía 29-31 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 8 mörkHM 2011 Ísland-Króatía 33-34 Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 10 mörkEM 2012 Ísland-Króatía 26-26 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörkEM 2006 Ísland-Króatía 28-29 Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 8 mörkÓL 2004 Ísland-Króatía 30-34 Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45 Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45 Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30 Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00 Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland Það getur brugðið til beggja vona ef Norðmenn vinna Hvít-Rússa á morgun. 18. janúar 2016 10:45
Dóttir mín sagðist elska mig og ég varð góður Markvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson var aftur byrjaður að brosa er fjölmiðlamenn hittu strákana okkar í hádeginu. 18. janúar 2016 13:45
Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina "Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi. 18. janúar 2016 14:30
Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna Sú ótrúlega staða gæti komið upp á EM í dag að það myndi gera íslenska liðinu grikk að vinna Króatíu. 19. janúar 2016 10:00
Svona léleg var vörnin á móti Hvíta-Rússlandi Tölfræðin segir ekki fallega hluti um tap strákanna okkar á móti Hvíta-Rússlandi á EM í gær. 18. janúar 2016 15:15
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni