Handbolti

Ísland hefur aldrei unnið Króatíu á stórmóti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson í leik á móti Króötum á EM 2012.
Aron Pálmarsson í leik á móti Króötum á EM 2012. Vísir/EPA
Íslenska handboltalandsliðið þarf að endurskrifa söguna ef liðið ætlar að fá tvö stig út úr leiknum á móti Króatíu í kvöld í lokaumferð B-riðils Evrópumótsins í handbolta í Póllandi.

Íslenska landsliðið hefur nefnilega aldrei tekist að vinna Króatíu á stórmóti (HM, EM, ÓL) og í raun aðeins náð einu jafntefli í fimm leikjum. Króatar hafa unnið fjóra af leikjunum fimm en tvo þeirra þó bara með eins marks mun.

Ísland náði heldur aldrei að vinna Júgóslavíu á stórmótum á meðan Króatar voru enn innan Júgóslavíu en íslenska liðið náði þó jafntefli á ÓL 1984 og ÓL 1988.

Frá því að Króatar varð sjálfstætt ríki þá hafa þjóðirnar mætt fimm sinnum á stórmótum þar af hafa þrír af leikjunum verið á Evrópumóti.

Eina jafntefli íslenska liðsins á móti Króatíu kom á EM í Austurríki 2012 en liðin gerðu þá 26-26 jafntefli í milliriðli keppninnar.

Íslensku strákarnir fóru síðan í undanúrslit og unnu að lokum bronsverðlaun en Króatar komust í úrslitaleikinn og fengu silfur.

Króatar hafa unnið tvær síðustu viðureignir þjóðanna á stórmóti,  34-31 sigur í leik um fimmta sætið á HM í Svíþjóð 2011 og 31-29 sigur þegar þjóðirnar mættust í riðlakeppni EM í Serbíu 2012.

Króatar skoruðu fjögur af síðustu fimm mörkum leiksins þegar þeir unnu 31-29 sigur fyrir fjórum árum (EM 2012) en íslenska liðið lagaði stöðuna árið áður með því að skora sex af síðustu sjö mörkunum og minnka muninn í eitt mark.

Ísland hefur verið yfir í hálfleik á móti Króatíu í síðustu tveimur leikjum, 15-14 yfir 2012 og 16-14 yfir 2012. Það hefur hinsvegar ekki dugað til og báðir leikirnir töpuðust.



Leikir Íslands og Króatíu á stórmótum

EM 2012

Ísland-Króatía 29-31

Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 8 mörk

HM 2011

Ísland-Króatía 33-34

Markahæstur: Guðjón Valur Sigurðsson 10 mörk

EM 2012

Ísland-Króatía 26-26

Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk

EM 2006

Ísland-Króatía 28-29

Markahæstir: Guðjón Valur Sigurðsson og Ólafur Stefánsson 8 mörk

ÓL 2004

Ísland-Króatía 30-34

Markahæstur: Ólafur Stefánsson 8 mörk


Tengdar fréttir

Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina

"Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×