Engin krafa um iðrun þegar menn fá uppreist æru Aðalsteinn Kjartansson skrifar 19. janúar 2016 11:19 Á umsóknina þarf að koma fram nafn, kennitala og heimilisfang og svo vottorð um góða hegðun frá tveimur valinkunnum einstaklingum. Vísir/Valli Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma. Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Einu skilyrðin fyrir því að menn sem dæmdir hafa verið fyrir morð fái uppreist æru eru að fimm ár séu liðin frá því að þeir kláruðu að afplána dóm sinn og að þeir geti fært rök fyrir því að þeir hafi hagað sér vel á þeim tíma.Sjá einnig: Sjáðu þáttinn um morðið á Einari Erni Með umsókn um uppreist æru þarf að fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og vottorð um góða hegðun þarf að fylgja með frá tveimur valinkunnum einstaklingum, til dæmis frá vinnuveitanda, að því er fram kemur á vef innanríkisráðuneytisins.Iðrun ekki krafa Greint var frá því í Kastljósi í gær að lögfræðingurinn Atli Helgason, sem dæmdur var árið 2001 fyrir að myrði viðskiptafélaga sinn, hefði fengið uppreist æru og sæktist nú eftir að fá málflutningsréttindi sín aftur. Hann var sviptur réttindunum þegar hann var dæmdur á sínum tíma.Atli uppfyllti skilyrði ráðuneytisins um uppreist æru.Vísir/NFSAtli hefur frá 2010, þegar honum var sleppt úr fangelsi, starfað sem lögfræðingur en hann hefur ekki mátt flytja mál fyrir dómi. Fréttablaðið greindi svo frá því í morgun að fjölskylda Einars Birgis, sem Atli var dæmdur fyrir að ráða bana, segi að Atli hafi ekki sýnt nokkra iðrun á gjörðum sínum. „Þetta er bara eins og blaut tuska framan í andlitið á manni, það er ekkert öðruvísi,“ sagði faðir Einars. Það er hins vegar ekki gerð nein krafa um að menn hafi sýnt iðrun þegar þeim er veitt uppreist æru. Óflekkað mannorð mikilvægt Víða í íslenskum lögum er þess krafist að menn hafi óflekkað mannorð en þeir sem hlotið hafa dóma geta aftur fengið óflekkað mannorð í augum laganna með því að fá uppreist æru hjá forseta Íslands. Það er þó í raun innanríkisráðuneytið sem sér um þessi mál og framkvæmir þannig vald forseta. Til dæmis er þess krafist að þeir sem bjóða sig fram til alþingis séu með óflekkað mannorð, stjórnarmenn Landsvirkjunar þurfa einnig að vera með óflekkað mannorð og þeir sem vilja verða löggiltir endurskoðendur. Uppreist æra felur í sér að viðkomandi fái full borgararéttindi sín að nýju en þurrkar ekki út brot af sakavottorði. Uppreist æru hefur heldur ekki áhrif á ítrekunaráhrif dóma.
Tengdar fréttir Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47 Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00 Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Atli Helgason búinn að fá uppreist æru Var dæmdur fyrir manndráp fyrir fimmtán árum og sat inni í tíu ár. 18. janúar 2016 19:47
Faðir Einars Arnar: Uppreist æru Atla sem blaut tuska í andlitið Faðir Einars Arnar Birgissonar vissi ekki af uppreist æru Atla Helgasonar fyrr en hann sá málið í fréttum í gærkvöldi. Segir að fjölskyldan muni líklega ekki láta málið kyrrt liggja. 19. janúar 2016 07:00
Morðið á Einari eitt umtalaðasta sakamál síðari ára Það hefur vakið mikla athygli að lögfræðingurinn Atli Helgason skuli hafa fengið uppreist æru en hann var árið 2001 dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að verða Einari Erni Birgissyni að bana með hamri þann 8. nóvember árið 2000. 19. janúar 2016 10:11