Handbolti

Gæti verið betra að gera jafntefli en vinna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson.
Guðjón Valur Sigurðsson og Vignir Svavarsson. Vísir/Valli
Það er allt undir í B-riðli á EM í handbolta í Póllandi eins og áður hefur komið fram. Ísland, Króatía, Noregur og Hvíta-Rússland eiga öll möguleika á að komast áfram í milliriðlakeppnina með fullt hús stiga. Öll lið geta líka fallið úr leik.

Sjá einnig: Allir möguleikarnir í riðli Íslands

Noregur og Hvíta-Rússland eigast við fyrst í dag og munu úrslit þess leiks hafa veruleg áhrif á möguleika Íslands.

Sigri Hvíta-Rússland eru strákarnir okkar komnir áfram. En þeir eiga þá ekki möguleika á að fara áfram með nema tvö stig.

Ísland getur aðeins farið áfram með fullt hús stiga ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland. En það þýðir þá líka að tapi strákarnir gegn Króötum eru þeir úr leik.

Hins vegar getur ótrúleg staða komið upp ef Noregur og Hvíta-Rússland gera jafntefli. Þá verður staðreyndin einfaldlega sú að það verður betra fyrir Ísland að gera jafntefli gegn Króatíu en að vinna leikinn.

Hér er útskýringin:

- Ef að Ísland vinnur Króatíu endar Ísland með 4 stig og Króatía er úr leik með 2 stig, enda Noregur og Hvíta-Rússland bæði með 3 stig. Ísland tekur með sér 2 stig í milliriðilinn, fyrir sigurinn á Noregi.

- Ef að öll lið enda með þrjú stig ræður markatalan lokaúrslitum. Hvíta-Rússland er þá úr leik með lökustu markatöluna (-5). Ísland tekur með sér 3 stig í milliriðilinn, fyrir sigurinn á Noregi og jafnteflið gegn Króatíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×