Handbolti

Strákarnir mættir á æfingu | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Er einhver með númerið hjá Heimi Hallgríms? Bjöggi er klár í fótbolta EM næsta sumar.
Er einhver með númerið hjá Heimi Hallgríms? Bjöggi er klár í fótbolta EM næsta sumar. vísir/valli
Strákarnir okkar eru nú mættir í Spodek-höllina að hrista úr sér svekkelsið eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.

Þeir eru búnir að vera að funda upp á hóteli, spjalla saman og hjálpa hvor öðrum að læra af þeim leik. Þeir ætla sér að koma brjálaðir í leikinn gegn Króatíu á morgun.

Þeir virðast vera að komast yfir tapið í gær því það örlaði á einstaka brosi á mönnum.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari 365, smellti nokkrum myndum af strákunum sem má sjá hér að neðan.

Fyrirliðinn stýrði upphitun.vísir/valli
Þjálfararnir fara yfir stöðuna.vísir/valli
vísir/valli
Smá reynsla á þessari mynd.vísir/valli
Fótboltinn endaði 0-0 í tilþrifalitlum leik.vísir/valli
Alexander sleppti fótboltanum enda mikið álag á honum og hann meiddur.vísir/valli
vísir/valli

Tengdar fréttir

Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið

Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir.

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Aron þjálfari: Því miður fórum við íslensku leiðina

"Það þurfti að skoða margt í nótt og þá aðallega varnarleikinn,“ segir Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari en hann svaf líklega ekkert sérstaklega mikið í nótt eftir tapið gegn Hvíta-Rússlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×