Handbolti

Alexander: Búinn að spila aðeins of mikið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alexander Petersson hefur spilað mun meira á Evrópumeistaramótinu en til stóð. Hann tjáði íþróttadeild fyrir mót að hann myndi spila korter í leik en það hefur engan veginn gengið eftir.

Hann er búinn að spila um 90 mínútur af þeim 120 mínútum sem búnar eru af mótinu.

„Nóttin var ágæt. Það var erfitt að sofna og líka erfitt að vakna,“ segir Alexander er Vísir hitti á hann í hádeginu í dag.

„Líkaminn er allt í lagi. Meiðslin eru ekki eins slæm og ég hélt að þau væru.“

Sjá einnig: Lexi spilað þrisvar sinnum meira en lagt var upp með

Alexander er mikill stríðsmaður og gefur sig alla í leikina þó svo hann sé þjáður.

„Ég er búinn að spila aðeins of mikið en er enn í góðu standi. Við höldum þessu áfram og sjáum svo til hvernig þetta verður. Ég verð „all in“. Það er bara allt eða ekkert,“ segir Alexander en hann bíður spenntur eftir leiknum mikilvæga gegn Króatíu á morgun.

„Það er skemmtilegt að gefa allt í leikinn og sjá svo til hvað gerist. Króatar eru með sterkt lið. Þeir eru ekki eins góðir og þeir voru áður en eru samt með hörkulið.“

Sjá má viðtalið við Alexander í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Velja alltaf Krýsuvíkurleiðina

Að fara auðveldu leiðina á stórmóti hefur aldrei verið leið strákanna okkar. Á því verður engin breyting á EM í Póllandi eftir ótrúlegt 39-38 tap fyrir Hvít-Rússum. Vörn íslenska liðsins var hrein hörmung í leiknum.

Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær

Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson var vonsvikinn með leik íslenska liðsins gegn Hvít-Rússum og segir íslensku leikmennina ekki vera að taka skynsamalegar ákvarðanir og kallar eftir meira aga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×