Handbolti

Allt eða ekkert gegn Króatíu ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Vísir/Getty
Eins og áður hefur verið fjallað um er riðill Íslands á EM í handbolta galopinn, enda öll lið með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

Á morgun ræðst hvaða þrjú lið komast áfram í milliriðlakeppnina þegar strákarnir okkar leika gegn sterku liði Króatíu og Norðmenn mæta Hvít-Rússum.

Í stuttu máli geta strákarnir okkar enn farið áfram með mesta mögulegan fjölda stiga í milliriðil, fjögur, eða endað í neðsta sæti riðilsins og lokið keppni í mótinu.

Möguleikana má skoða hér fyrir neðan en ef Noregur vinnur Hvíta-Rússland er málið einfalt: Sigur á Króatíu þýðir að Ísland vinnur riðilinn en tap þýðir að Ísland er úr leik.

Sjá einnig: Svona komast handboltastrákarnir okkar á ÓL í Ríó

Leikur Hvíta-Rússlands og Noregs fer fram klukkan 17.15 á þriðjudaginn en Ísland mætir svo Króatíu klukkan 19.30. Það mun því liggja fyrir þegar strákarnir okkar hefja leik hvaða möguleikar standa þeim til boða.

Til að fara áfram með 4 stig í milliriðil:

- Ísland vinnur Króatíu.

- Noregur vinnur Hvíta-Rússland.

Til að fara áfram með 3 stig í milliriðil:

- Ísland gerir jafntefli við Króatíu.

- Noregur vinnur Hvíta-Rússland eða liðin gera jafntefli

Til að fara áfram með 2 stig í milliriðil:

- Ísland vinnur Króatíu

- Hvíta-Rússland vinnur Noreg eða liðin gera jafntefli

Til að fara áfram með 1 stig í milliriðil:

- Ísland gerir jafntefli við Króatíu

- Hvíta-Rússland vinnur Noreg

Til að fara áfram með 0 stig í milliriðil:

- Ísland tapar fyrir Króatíu

- Hvíta-Rússland vinnur Noreg

Til að falla úr leik:

- Ísland tapar fyrir Króatíu

- Noregur vinnur Hvíta-Rússland eða liðin gera jafntefli




Fleiri fréttir

Sjá meira


×