Guðjón Valur reiður eftir tapið í gær Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 18. janúar 2016 07:00 Guðjón Valur Sigurðsson sést hér nýbúinn að þakka Hvít-Rússum fyrir leikinn í gær en svipur landsliðsfyrirliðans segir meira en mörg orð. Vísir/Valli Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“ EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson spilaði í gær sinn 50. leik á Evrópumóti. Hann hefur því náð þeim magnaða árangri að spila 50 leiki bæði á HM og EM. Hann skoraði líka sitt 1.700 mark fyrir landsliðið í gær. Því miður komu þessir glæstu áfangar í leik sem fyrirliðinn vill gleyma sem allra fyrst. „Ég er vonsvikinn með okkar leik. Allir leikmenn liðsins eru 20-30 prósentum frá sínu besta,“ sagði Guðjón Valur í leikslok og var reiður. Réttilega. Þessi mikli stríðsmaður kann því illa að tapa leikjum. Hann gat ekki gefið neinar haldgóðar útskýringar á þessum hörmulega varnarleik liðsins gegn Hvít-Rússum. „Við erum bara langt frá mönnum. Erum ekki að ná nógu mörgum stoppum eins og gegn Noregi. Það vantar allt frumkvæði í okkur. Þegar það vantar svona mikið upp á hjá okkur þá vinna þeir þetta hálfa skref sem er svo mikilvægt í lokin. Það er sama hvar er drepið niður fæti hjá okkur. Þetta er vont á bara alla línuna. Því miður.“ Þó að leikurinn hafi verið jafn þá var íslenska liðið skrefi á undan lengstum. Þegar þrettán mínútur voru eftir tókst Hvít-Rússunum að komast yfir og ná frumkvæðinu. „Ég missti aldrei trúna. Ég vonaðist alltaf til þess að þetta myndi koma. Við vorum að hlaupa og leggja helling á okkur. Það sést á því að við skoruðum 38 mörk og sóknarleikurinn var ekkert vandamál hjá okkur í þessum leik,“ sagði fyrirliðinn en hann skoraði fimm mörk í leiknum. „Í fyrri hálfleik eru þeir að keyra seinni bylgjuna og skora grimmt þannig. Við hleypum þeim síðan inn í leikinn með feilum er við komumst vel yfir. Svo í lokin þá skora þeir einfaldlega allt of auðveld mörk. Þegar við náum forskotinu þá köstum við boltanum frá okkur. Það eru vissulega allir að reyna og vilja en við erum ekki að taka skynsamlegar ákvaðanir og verðum að vera agaðri þar.“ Fyrirliðanum hefur oft orðið tíðrætt um á stórmótum að liðið sé komið með hlaupið í hnakkann. Það sé búið að koma sér í vonda stöðu sem það verði að vinna sig úr. Hann er líklega búinn að segja það oftar en hann vildi og þurfti að tala um það aftur í gær. Lokaleikur Íslands í riðlinum er gegn feikisterku liði Króatíu. „Hlaupið verður kaldara og kaldara með hverri mínútunni.“
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00 Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16 Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40 Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34 Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45 Mest lesið Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Sjá meira
Ísland getur enn farið með fjögur stig inn í milliriðil | Allt eða ekkert leikur á móti Króatíu? Íslenska handboltalandsliðið tapaði í dag fyrir Hvít-Rússum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi. Íslenska liðið hefði tryggt sig áfram með sigri í dag en nú þarf ýmislegt að falla með íslenska liðinu til þess að strákarnir okkar komist áfram upp úr riðlinum. 17. janúar 2016 20:00
Handvarpið: Með bakið upp við hinn fræga vegg Strákarnir okkar eru í vondum málum eftir skelfilegt tap gegn Hvíta-Rússlandi í dag, en farið er yfir leikinn og mögulega Íslands í nýjasta þætti Handvarpsins. 17. janúar 2016 20:16
Aron: Þurfum að gíra okkur upp í algjöran djöfulgang "Við erum skrefi á eftir þeim í öllum okkar aðgerðum í vörninni,“ segir hundsvekktur þjálfari Íslands, Aron Kristjánsson. 17. janúar 2016 18:40
Alexander: Við vorum með þennan leik í vasanum "Það er erfitt að sætta sig við tap þegar maður skorar 38 mörk,“ segir Alexander Petersson en svekkelsið hreinlega lak af honum í leikslok í Spodek-höllinni. 17. janúar 2016 17:34
Alexander rétt á undan Arnóri Atla í einkunnagjöf Hbstatz Alexander Petersson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í tapleiknum á móti Hvíta Rússlandi í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi. 17. janúar 2016 22:45