Andlegt erfiði Magnús Guðmundsson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Listamannalaun Magnús Guðmundsson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aldrei hefir verið samin svo ómerkileg bók, að hún hafi ekki kostað meira andlegt erfiði en stjórn heillar togaraútgerðar í tíu ár. Og aldrei hefir verið gefin út svo góð bók á Íslandi, að ritlaun höfundarins hafi numið meiru en einum þrítugasta hluta af árskaupi lélegs útgerðarstjóra.“ Þessi orð Þórbergs Þórðarsonar í Bréfi til Láru eru að verða aldar gömul. Þórbergur tók djúpt í árinni, ýkti, ögraði og gerði allt vitlaust en kjarnaði óumflýjanlegan sannleika: Það er andlega erfitt að skrifa bókmenntir og skapa list. Þetta andlega erfiði hefur aldrei verið vel launað á Íslandi en þjóðin hefur þó borið gæfu til þess að virkja þessa atvinnugrein og löngum uppskorið ríkulega. Bókmenntir eru þjóðhagslega arðbær og andlega eflandi atvinnugrein og listamannalaun því ekki styrkjakerfi heldur fjárfestingarkerfi þar sem launum er úthlutað með árangurskröfu í farteskinu. Kerfið er gagnsætt og opið, sambærilegt t.d. við Rannís, og mikill ávinningur væri efalítið fólginn í því að taka upp sambærileg kerfi innan annarra atvinnugreina s.s. landbúnaðar, ferðamannaiðnaðar og sjávarútvegs svo dæmi sé tekið. En nú sem oft áður virðist deilt um hver eigi að starfa á launum innan greinarinnar, eða með öðrum orðum: Í hvaða höfundum eigum við að fjárfesta? Við eigum að fjárfesta í góðum höfundum. Höfundum sem eru vænlegir til þess að skila okkur þeim ávinningi sem við vonumst eftir; efla tungumálið, skerpa hugsun, gagnrýna okkur og veita okkur innblástur, snerta í okkur hjartað og gera okkur að betri manneskjum. Þetta er mikil krafa sem erfitt er að standa undir enda getur það tekið höfund langan tíma og mikla æfingu að ná slíkum árangri. Árangri sem er ekki talinn í blaðsíðum. Verkin eru fjölbreyttari og flóknari en svo og verkefni höfunda í nútíma samfélagi mun viðameiri en að sitja við skriftir. Núverandi kerfi við úthlutun listamannalauna var á sínum tíma mikið framfaraskref frá þeirri pólitísku úthlutun sem var áður við lýði. Stjórnir fagfélaga listamanna leggja á herðar sérfræðinga að sitja í úthlutunarnefndum og meta þar með faglegum hætti þær umsóknir sem berast hverju sinni. Listamennirnir sem sitja í þessum stjórnum verða auðvitað að geta sótt um innan síns sambands þar sem viðkomandi eru ekki starfandi sem stéttarfélagsstjórnir heldur sem listamenn. Það eru því þungar og alvarlegar þær ásakanir að stjórn Rithöfundasambandsins hafi með einhverjum hætti hlutast til um niðurstöðu úthlutunarnefndarinnar. Allt eru þetta þó málsmetandi höfundar sem hafa skilað þjóðinni góðri ávöxtun með sínum verkum enda virðist vera lítill fótur fyrir þessum þungu ásökunum. Stjórn RSÍ hefur þó brugðist við með því að leggja fram athyglisverðar hugmyndir um að dreifa enn frekar ábyrgðinni og auka enn meira á gagnsæið. Mættu margar atvinnugreinar taka sér þetta til fyrirmyndar. Hitt er annað mál að á meðan fjárfestingarkostir í bókmenntum eru eins vanmetnir og raun ber vitni þá er sjóðurinn einfaldlega of lítill og tækifærið þannig vannýtt, enda óúthlutað til höfunda sem geta skilað góðum verkum. Þess er því óskandi að ráðamenn taki nú ærlega við sér og sjái til þess að bókmenntaþjóðin geti áfram staðið undir nafni okkur öllum til hagsbóta.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar