Fékk heilahristing í gær en má spila á morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 14:11 Steffen Weinhold fær hér boltann beint í andlitið. Vísir/Getty Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Dagur Sigurðsson fær að nota hinn öfluga Steffen Weinhold á móti Svíum á Evrópumótinu í handbolta á morgun þrátt fyrir að Weinhold hafi fengið heilahristing í leiknum á móti Spánverjum í gær. Mörg þekkt dæmi eru til, meðal annars hjá íslensku handboltafólki, um alvarlegar afleiðingar slíkra höfuðmeiðsla og þá sérstaklega þegar leikmenn fara of snemma af stað. Þjóðverjar voru samt fljótir að gefa það út að Weinhold yrði með strax í næsta leik. Leikmenn í ameríska fótboltanum þurfa sem dæmi að fara í gegnum margra daga rannsóknir áður en þeir fá grænt ljós á því að spila eftir að hafa fengið heilahristing. Læknir þýska liðsins hefur gefið Weinhold grænt ljós á að spila strax á morgun en Weinhold er fyrirliði þýska liðsins og lykilmaður i vörn sem sókn. „Hann meiddist á tönn og hann fékk heilahristing en hann getur spilað á morgun," sagði Kurt Steuer, læknir þýska handboltalandsliðsins við handboltafréttasíðuna handball-world.com. Steffen Weinhold fékk höfuðhöggið þegar Spánverjinn Jorge Maqueda skaut hann niður í aukakasti í lok fyrri hálfleiks. Jorge Maqueda fékk rautt spjald að launum. Jorge Maqueda baðst afsökunar og Steffen Weinhold hefur það frá félögum sínum í þýska liðinu að Spánverjinn hafi verið mjög leiður yfir þessu. „Þessu máli er því lokið fyrir mér," sagði Steffen Weinhold. Steffen Weinhold hélt áfram að spila í seinni hálfleiknum en skoraði tvö af þremur mörkum sínum fyrir höfuðhöggið.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30 Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00 Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30 Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30 Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45 Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið. 17. janúar 2016 09:30
Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. 17. janúar 2016 13:00
Hryðjuverkaógn á EM í handbolta Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna. 17. janúar 2016 10:30
Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing Háu sokkarnir sem landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson klæðist hafa vakið athygli og Vísir spurði hann út í málið. 17. janúar 2016 11:30
Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa Íþróttafréttamaðurinn Guðjón Guðmundsson, Gaupi, skaut á línumanninn Kára Kristján Kristjánsson fyrir EM. Sagði að hann yrði að raka sig því það væri ekki sjón að sjá hann. Kári tók það til sín en hlýddi ekki alveg. 17. janúar 2016 11:45