Kretzschmar líkir Degi Sigurðssyni við Pep Guardiola Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2016 13:00 Dagur Sigurðsson og Pep Guardiola. Vísir/Getty Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira
Þýska handboltagoðsögnin Stefan Kretzschmar telur að Íslendingurinn Dagur Sigurðsson sé hárrétti maðurinn til að þjálfa þýska handboltalandsliðið. Þýska landsliðið tapaði með þriggja marka mun á móti sterku spænsku landsliði í gær í fyrsta leik sínum á Evrópumótinu í Póllandi en mætir Svíum næst á morgun. Stefan Kretzschmar hefur væntingar til þess að þýska landsliðið nái að gera betur en á HM í Katar þegar liðið náði sjöunda sætinu. „Ég horfi á leikinn um fimmta sætið. Það er hægt að láta sig dreyma um verðlaun en það er alltof mikil pressa á þetta unga lið og of snemmt að búast við því núna," sagði Stefan Kretzschmar í viðtalið við Abendzeitung, sem er blað í München. Dagur er með mjög ungt landslið á Evrópumótinu í Póllandi og hann hefur einnig þurft að horfa upp á marga sterka og reynslumikla leikmenn heltast úr lestinni vegna meiðsla. „Dagur hefur alltaf haft gott auga fyrir hæfileikaríkum handboltamönnum og hann hefur líka kjark til að nota þá. Fyrir vikið höfum við marga unga leikmenn sem eru klárir. Þetta þýðir líka að hann getur spilað hraðan og skemmtilegan handbolta," sagði Kretzschmar. „Hann er tiltölulega ungur þjálfari sem þekkir hjarta leikmanna. Hann er líka vitur maður sem veit að þetta snýst ekki bara um handboltann. Hann er rétti maðurinn fyrir þetta lið og fyrir þýskan handbolta," sagði Kretzschmar. Kretzschmar var þá spurður út i það hvort Dagur ætti möguleika á því að leika eftir afrek Heiner Brand með þýska landsliðinu. „Það kemur aldrei aftur maður eins og Heiner Brand. Ég líki oft saman handbolta og fótbolta og Dagur minnir mig svolítið á Pep Guardiola," sagði Kretzschmar og það er ekki slæmt fyrir Dag að vera líkt við hinn sigursæla þjálfara Barcelona og Bayern München. „Hann er nýjungagjarn þjálfari eins og Guardiola, hugfanginn af handbolta og maður sem vinnur sér inn mikla virðingu frá sínum leikmönnum. Hann er duglegur að koma inn með nýja hluti," sagði Kretzschmar. „Dagur kemur líka með öðru vísi menningu inn í þýskan handbolta og hann hefur séð til þess að við erum búin að fá nýja og ferska kynslóð inn í þýska landsliðið. Hann er að prófa nýja hluti og er að mínu mati mikill happafengur fyrir þýskan handbolta," sagði Stefan Kretzschmar að lokum. Stefan Kretzschmar er nú 42 ára gamall en hann spilaði á sínum tíma 218 leiki með þýska landsliðinu. Hann vann fern verðlaun á stórmótum með Þýskalandi, silfur og brons á EM (2002 og 1998), silfur á HM 2003 og silfur á ÓL í Aþenu 2004.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Enski boltinn Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Enski boltinn Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Fótbolti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Handbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Körfubolti Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Fleiri fréttir Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Sjá meira