Handbolti

Alexander stoppaði Norðmenn níu sinnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alexander Petersson fagnar sigri í gærkvöldi.
Alexander Petersson fagnar sigri í gærkvöldi. Vísir/Valli
Alexander Petersson átti flottan leik í vörn íslenska liðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á EM í Póllandi.

Alexander var sá leikmaður í íslenska liðinu sem náði flestum löglegum stoppum í Noregsleiknum eða 9 talsins.

Lögleg stopp eru meðal þess sem er tekið saman í handboltatölfræðinni hjá Hbstatz.is sem er nýtt tölfræðiforrit í íslenskum handbolta.

Hbstatz.is tekur saman tölfræði íslenska liðsins á Evrópumótinu og Vísir hefur fengið leyfi til að sækja upplýsingar í tölfræðikerfið en það kemur með nýja vídd í handboltatölfræði á Íslandi.

Löglegt stopp er þegar leikmaður fær á sig aukakast en sleppur við spjald eða að það sé dæmt á hann víti.  

Guðmundur Hólmar Helgason kom næstur Alexander með 6 stopp og þeir Ásgeir Örn Hallgrímsson og Bjarki Már Gunnarsson náðu 4 stoppum hvor.

Lögleg stopp hjá íslenska liðinu í sigrinum á Noregi:

Alexander Petersson 9

Guðmundur Hólmar Helgason 6

Ásgeir Örn Hallgrímsson 4

Bjarki Már Gunnarsson 4

Arnór Atlason 2

Vignir Svavarsson 2

Aron Pálmarsson 1

Arnór Þór Gunnarsson 1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×