Vissi að ég myndi verja lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 16. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri með félögum sínum í gær. Vísir/Valli Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira
Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Þóttist vera með krabbamein með Iphone snúru upp í nefinu Sport Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Ingibjörg: Þetta er ömurlegt Fótbolti „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Viktor Gísli kláraði háskólanám með atvinnumennskunni Ein af hetjum Frakka í Laugardalshöllinni látin Færeyingar efstir þrátt fyrir sigur Íslands í síðasta leik Sautján mörk Elmars ekki nóg gegn Færeyjum Gísli þakklátur fjölskyldu sinni: „Minn stærsti mentor í handboltanum og lífinu“ Átti erfitt með að grípa bolta skömmu fyrir sögulega frammistöðu Strákarnir hófu HM á tapi gegn Rúmenum Tárin runnu þegar feðgarnir föðmuðust eftir afrek Gísla í Meistaradeildinni Enn á ný er Íslendingur á bak við sigur Magdeburg í Meistaradeildinni Gísli fékk „deja vu“: Árangur sem aðeins Íslendingar hafa náð Gísli Þorgeir bestur í annað sinn Gísli Þorgeir og Ómar Ingi Evrópumeistarar Nantes vann bronsið sem Barcelona nennti ekki Hetjuleg harka hjá Ómari og Gísla fleytti Magdeburg í úrslit Misstu sinn besta mann en fóru létt með undanúrslitaleikinn Sjá meira