Vissi að ég myndi verja lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar 16. janúar 2016 06:00 Björgvin Páll Gústavsson fagnar sigri með félögum sínum í gær. Vísir/Valli Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Svona á að byrja stórmót. Háspennuleikur og eins marks sigur á Noregi gefur strákunum okkar byr í seglin fyrir svaðilför þeirra í Póllandi á næstu misserum. Þessi magnaði sigur hlýtur að gefa liðinu styrk og kraft. Þetta var ekki alltaf fallegt en það skiptir ekki máli þegar stigin fara til Íslands. Eftir ótrúlega spennu undir lokin var Björgvin Páll Gústavsson hetjan er hann varði lokaskot leiksins frá Sander Sagosen. „Ég var rosalega viss um að verja þetta lokaskot,“ sagði Björgvin Páll og brosti allan hringinn eftir leikinn. Hann mátti sannarlega við því. Varði vel í leiknum og þegar mest á reyndi. „Það var voða lítið að fara í gegnum hausinn á mér þarna í restina. Mér fannst að strákarnir ættu skilið að ég myndi verja þennan bolta miðað við vörnina sem þeir voru að spila í leiknum. Ég átti að verja skotin úr hornunum. Það gekk ekki neitt og því tók ég bara síðasta boltann í staðinn,“ sagði Björgvin glottandi og enn hátt uppi. Lái honum hver sem vill.Lifir fyrir svona leiki „Tilfinningin er ótrúlega góð og þetta er fullkomin byrjun á mótinu. Maður lifir fyrir svona leiki og ég tala nú ekki um gegn frændþjóð. Þetta var bara yndislegt og gefur vonandi góð fyrirheit fyrir framhaldið.“ Þó að Björgvin Páll hafi verið hetjan í lokin þá var Aron Pálmarsson stjarnan í Spodek-höllinni í kvöld og stjarna hans skein skært. Hann dró íslenska liðið áfram og því virtist fyrirmunað að skora á löngum tíma nema hann skoraði eða byggi til mark. Aron er orðinn hreint út sagt ótrúlega góður handboltamaður og búinn að stimpla sig inn sem einn besti handboltamaður heims.Eitt hraðaupphlaupsmark Ísland fékk aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi og hornaspilið var ekkert. Strákarnir komu sér einnig í góðar stöður í leiknum. Hefðu átt að drepa leikinn fyrr og voru sjálfum sér verstir er þeir komust loksins í góða stöðu. Það var einnig mjög áhugavert að íslenska liðið var betra manni færra en manni fleiri. Þó að sigurinn hafi verið góður þá á liðið mun meira inni. Það er alltaf gott að vinna og eiga meira inni. Það var aftur á móti mjög jákvætt að Aron landsliðsþjálfari skyldi keyra á öllu liðinu og það með góðum árangri. Þrír línumenn komu við sögu og allir lögðu lóð sín á vogarskálarnar. Guðmundur Hólmar þreytti frumraun sína á stórmóti og var magnaður lengstum. Reynsluleysið varð honum þó að falli á mikilvægum tímapunkti undir lokin en hann lærir af því. Þarna er að fæðast framtíðarmaður í vörn Íslands.Koma jafnvel einhverjum á óvart Eins og Björgvin Páll sagði þá var þetta fullkomin byrjun á mótinu. Strákarnir fengu þann byr sem þeir vildu fá í seglin og haldi þeir rétt á spilunum er ekkert því til fyrirstöðu að liðið nái virkilega góðum árangri á þessu móti og komi jafnvel einhverjum á óvart.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira