Handbolti

Mamelund: Aron Pálmarsson var munurinn á liðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mamelund reynir hér að stöðva Alexander í kvöld.
Mamelund reynir hér að stöðva Alexander í kvöld. vísir/valli
Reynsluboltinn Erlend Mamelund var eðlilega súr og svekktur eftir tapið gegn Íslandi í kvöld.

„Þetta var ótrúlega jafn leikur allan tímann. Mér fannst þetta vera vel spilaður handboltaleikur og bæði lið að berjast á fullu,“ sagði Mamelund en hann átti fá orð til þess að lýsa frammistöðu Arons Pálmarssonar.

„Munurinn á liðunum var Aron Pálmarsson. Hann sýndi og sannaði að þegar hann er í stuði þá er eiginlega ekki hægt að stöðva hann. Þetta var góður bardagi og ég óska íslenska liðinu til hamingju.“

Þó svo tapið hafi verið svekkjandi þá eru Norðmenn ekkert á því að leggja árar í bát.

„Það var vont að missa Bjarte Myrhol út og ekki víst að hann verði neitt með okkur. Við þjöppum okkur bara saman og ætlum að selja okkur dýrt gegn Króötum. Við gefumst ekki upp.“


Tengdar fréttir

Aron: Ég var aldrei stressaður

"Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×