Umfjöllun og myndir: Ísland - Noregur 26-25 | Dramatískur sigur á Noregi Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. janúar 2016 19:00 Aron Pálmarsson fór á kostum í kvöld og skoraði átta mörk. vísir/valli Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Ísland byrjaði EM í Póllandi með stæl í kvöld, en strákarnir okkar unnu dramatískan sigur á Noregi, 26-25, þar sem úrslitin réðust á lokasekúndunum. Frábær sigur hjá okkar mönnum og mikilvægur upp á framhaldið.Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, er í Katowice og tók myndirnar sem fylgja fréttinni. Norðmenn skoruðu fyrstu tvö mörkin en strákarnir okkar svöruðu með tveimur í röð. Norska liðið hafði þó frumkvæðið nær allan fyrri hálfleikinn fyrir utan þegar Guðjón Valur kom Íslandi yfir úr vítakasti í 7-6. Eins og í síðasta vináttuleiknum fyrir mótið byrjaði Arnór Atlason í leikstjórandahlutverkinu í stað Snorra Steins og hann skilaði einu marki í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson var allt í öllu að vanda og var kominn með þrjú mörk í fyrri hálfleik, tvö þeirra eftir að sókn íslenska liðsins var kominn í smá rugl. Sóknarleikurinn í heild sinni var ekki góður í fyrri hálfleik enda skoraði liðið aðeins tíu mörk. Varnarleikurinn var nokkuð góður í fyrri hálfleik. Alexander Petersson sýndi gamalkunna takta og jarðaði ungstirnið hjá Noregi, Sander Sagosen, skipti eftir skipti. Alexander var í sínum gamla góða gír með rifna treyju og blóðgaður eftir aðeins tíu mínútur. Þrátt fyrir góðan varnarleik fékk íslenska liðið ekki eitt hraðaupphlaup í fyrri hálfleik. Þess utan var lítið sem ekkert hornaspil og skoraði Guðjón Valur því aðeins tvö mörk og þau bæði úr vítaköstum. Íslenska vörnin sótti mjög framarlega í fyrri hálfleik og stöðvaði skyttur Norðmanna mjög snemma. Þannig gekk strákunum okkar erfiðlega að vinna boltann og reyna að búa til einhver hraðaupphlaupsmörk. Noregur fékk ekki nema tvö varin skot frá reynsluboltanum Ole Erevik en Björgvin Páll varði fimm skot og var með 31 prósent hlutfallsmarkvörslu. Munurinn lá meira og minna í töpuðum boltum í fyrri hálfleik. Ísland tapaði sex boltum á móti tveimur hjá Noregi. Sóknarleikurinn var betri í seinni hálfleik en áfram dró Aron Pálmarsson vagninn. Hann var algjörlega magnaður í kvöld og skoraði átta mörk úr tólf skotum auk þess sem hann mataði félaga sína með stoðsendingum. Íslenska liðið komst í fína stöðu, 19-16, en brottvísanir gerðu liðinu erfitt fyrir og komst Noregur þannig aftur inn í leikinn, 19-19. Strákarnir okkar voru með frumkvæðið til loka leiks og voru yfir, 25-23, þegar tvær og hálf mínúta voru eftir. Þá fékk Guðmundur Hólmar Helgason tveggja mínútna brottvísun og eftir það jöfnuðu Norðmenn leikinn í 25-25. Guðjón Valur Sigurðsson skoraði sigurmarkið, 26-25, eftir vel útfærða lokasókn Íslands, en Björgvin Páll Gústavson var svo hetjan þegar hann varði lokaskot Norðmanna um leið og leiktíminn rann út. Leikurinn gaf fín fyrirheit um restina af mótinu, allavega seinni hálfleikurinn. Varnarleikurinn var góður, Björgvin öflugur í seinni hálfleik og fleiri skiluðu góðri vakt í vörninni í seinni hálfleik en þeim fyrri. Aron Pálmarsson var óumdeilanlega maður leiksins en Alexander Petersson var einnig öflugur í vörninni og skoraði þrjú mörk úr fimm skotum. Næsti leikur Íslands er á sunnudaginn á móti Hvíta-Rússlandi.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni Formúla 1 Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira