Gaupi: Hef ekki enn séð græna ljósið hjá íslenska liðinu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. janúar 2016 11:00 Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður. Vísir/Pjetur Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira
Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður hjá 365 og helsti handboltasérfræðingur þjóðarinnar, er mátulega bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á EM í Póllandi sem hefst í dag. Gaupi segir þó að nokkrum spurningum sé enn ósvarað eftir æfingaleikina fjóra við Portúgal og Þýskaland í aðdraganda mótsins. „Eftir æfingaleikina fjóra er íslenska liðið á gulu ljósi. Í leikjunum fjórum hef ég enn ekki séð græna ljósið en auðvitað voru batamerki á íslenska liðinu í leikjunum gegn Þýskalandi,“ segir Gaupi. „Því miður voru leikirnir báðir í raun alveg eins. Hver var munurinn? Í fyrri leiknum voru tíu skot varin en fimmtán í þeim síðari. Ef íslenska liðið ætlar sér Ólympíusæti þarf liðið að geta varist en náist það ekki á liðið erfiða daga fyrir höndum í Póllandi.“Sjá einnig: Markvarslan veiki punktur íslenska liðsins Aron Pálmarsson spilaði frábærlega í leikjunum tveimur gegn Þýskalandi og skoraði samtals fimmtán mörk, öll með þrumuskotum utan af velli. Gaupi segir nauðsynlegt að Aron haldi uppteknum hætti í Póllandi.Aron Pálmarsson.VísirÞurfum framlag frá fleirum en Aroni „Eins og ég sé þetta liggur ábyrgðin á herðum Arons Pálmarssonar sem er sannarlega einn besti handboltamaður heimsins. En til þess að þetta gangi þurfum við framlag frá fleiri leikmönnum. Í æfingaleikjunum fjórum fengu margir tækifæri og það er erfitt að átta sig á hver sterkasta uppstillingin er,“ segir Gaupi sem var ánægður með það sem hann sá til Ólafs Guðmundssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í æfingaleikjunum fyrir EM.Sjá einnig: Ísland er sigurstranglegra liðið „Ólafur og Guðmundur Hólmar stóðu báðir vel fyrir sínu, þá sérstaklega sá síðarnefndi, en stórmót er allt annað en æfingaleikir. Við höfum ekki tíma né getu til að gefa mönnum tækifæri á stórmótum. Þegar að stórmóti kemur þarf liðið að vera fullmótað. Íslenska liðið er reynslumikið og veit nákvæmlega hvað fram undan er og vonandi mun það hjálpa til þegar á hólminn verður komið.“Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska liðsins.VísirOf flókin leikáætlun? Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur prófað ýmsa nýja hluti í æfingaleikjunum og m.a. innleitt nýjar áherslur í hraðaupphlaupunum. Gaupi hefur áhyggjur af því að leikáætlun íslenska liðsins sé einfaldlega of flókin. „Mér finnst uppleggið í þeim leikjum sem ég hef séð verið flókið. Þjálfarateymið hefur verið að reyna nýja hluti og breytt áherslum sem er frábært og við skulum rétt vona að menn séu á réttri leið. Mótið í Póllandi verður erfitt, andstæðingar Íslands beinskeyttir og sterkir,“ segir Gaupi en hann segir að íslenska liðsins bíði erfitt verkefni í riðlakeppninni þar sem mótherjar Íslands eru Noregur, Hvíta-Rússland og Króatía.Sjá einnig: Aron: Við vitum að þeir eru góðir en við erum líka góðir „Norðmenn léku vel á æfingamótinu í Frakklandi. Þeir spila sterka vörn, eru með frábæra hornamenn og einn efnilegasta leikmann heims (Sander Sagosen),“ segir Gaupi sem segir að Hvíta-Rússland sé sýnd veiði en ekki gefin. „Hvít-Rússar munu spila 5-1 vörn gegn íslenska liðinu sem það leysti prýðilega í seinni leiknum gegn Þýskalandi. Króatar spila, líkt og Noregur, sterka 6-0 vörn en mér þykir þó líklegt að þeir muni spila 3-2-1 vörn á móti Íslandi. Allir andstæðingar Íslands munu velta því fyrir sér að „plúsa“ Aron Pálmarsson, taka hann úr sambandi og vonandi höfum við svörin sem til þarf,“ segir Gaupi að endingu.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Heimir bjartsýnn eftir HM-drátt: „Þetta er riðill sem við getum unnið“ Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Mbappé nálgast Real Madrid-met Cristiano Ronaldo Fótbolti Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit Körfubolti Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Fleiri fréttir Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ Sjá meira