Handbolti

Ólafur Guðmundsson verður upp í stúku á morgun | 16 manna hópurinn klár

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Guðmundsson.
Ólafur Guðmundsson. Vísir/Anton
Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handbolta, hefur ákveðið hvaða sextán leikmenn muni skipa hóp íslenska liðsins í fyrsta leik á EM í Póllandi sem er á móti Noregi á morgun.

Það kom í hlut Ólafs Guðmundssonar að vera sautjándi maður og sitja upp í stúku í fyrsta leik mótsins en Aron má síðan gera þrjár breytingar á hópnum á meðan mótinu stendur.

Þetta er annað Evrópumótið í röð sem Ólafur byrjar mótið upp í stúku en það gerði hann líka á EM í Danmörku fyrir tveimur árum. Ólafur kom þá inn fyrir Stefán Rafn Sigurmannsson eftir fyrsta leik mótsins.

Sextán manna hópur Íslands á EM 2016:



Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Rafael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Kári Kristján Kristjánsson, IBV

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×