Af jólakveðjum í útvarpinu Pétur Blöndal skrifar 15. janúar 2016 07:00 Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. En svo lesendur átti sig á eðli málsins er texti auglýsinganna svona: - Með íslensku áli verða farartæki léttari og útblásturinn minnkar. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Það má nota eina áldós næstum hundrað sinnum. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Íslenskt ál er notað í allskonar vörur um allan heim. Og svo má endurvinna það nánast endalaust. Gleðilega hátíð – Norðurál. Ekki íslenskt ál?Gagnrýnt er að skilja megi orðalagið „álið okkar“ eins og það sé íslenskt. Það hlýtur að teljast fullkomlega eðlilegt að tala um íslenskt ál þótt mikið af hráefninu komi annars staðar frá. Íslensk orka er skilyrði fyrir því að breyta hráefninu í ál og til þess þarf sérhæft starfsfólk og tæknilega fullkomin álver sem starfrækt eru á Íslandi. Þetta er sambærilegt við að kaupa fræ frá útlöndum og gróðursetja þau á Íslandi; ávöxtinn sem vex upp af því má með réttu kalla íslenska framleiðslu. Eru bakarí á Íslandi ekki að baka íslenskt brauð af því hveitið kemur að utan? Endurvinnsla „stolnar fjaðrir“?Gagnrýnt er að talað sé um ál sem „einhvern grænasta málm í heimi“ og að með tali um endurvinnslu áls sé Norðurál að skreyta sig með „stolnum fjöðrum“. Það er staðreynd að ál er á meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir. Í skýrslu SÞ frá 2011 kemur fram að af 60 málmtegundum voru aðeins 18 með endurvinnsluhlutfall yfir 50% og er álið þeirra á meðal. Endurvinnsluhlutfall drykkjardósa er um 70% í Evrópu. Það er meira en almennt tíðkast um drykkjarumbúðir, enda hefur ál það umfram flest önnur umbúðaefni að hægt er að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Til að endurvinna ál þarf einungis 5% af orkunni sem fór í að framleiða það í fyrsta skipti, sem þýðir að í endurvinnslunni felst efnahagslegur hvati, auk þess sem orka sparast og dregið er úr losun. Álið hefur leikið aðalhlutverk í endurvinnslubyltingu síðustu áratuga og álfyrirtækin sem starfa á Íslandi hafa tekið þátt í þeirri þróun, m.a. með þátttöku í átaksverkefnum um söfnun og endurvinnslu áls. Það er fullkomlega eðlilegt að þau bendi á þessa staðreynd og fráleitt að kalla það „stolnar fjaðrir“. Gagnrýnt er að framleiðsluferli áls hafi umhverfisáhrif. Framleiðsla á áli hefur vissulega umhverfisáhrif á heimsvísu. Umfangið er þó lítið sé horft á heildarmyndina; aðeins tæpar 60 milljónir tonna framleidd á ári á meðan járn er langt yfir 1.000 milljónum tonna. Á hverju ári er svipað stórt svæði grætt upp aftur og fer undir báxítnámur. Þá hafa miklar framfarir orðið í meðhöndlun úrgangs frá súrálsframleiðslu, bæði varðandi örugga geymslu á þurru formi frekar en blautu, og nýtingu sem hráefni í aðrar vörur. Það er rétt að álver losa kolefni og er það óhjákvæmilegt í framleiðsluferli áls, þar sem kolaskaut eru notuð við rafgreininguna. Álver á Íslandi hafa lagt mikið upp úr því að draga úr þessari losun á hvert framleitt tonn og hefur hún dregist saman um 75% frá árinu 1990. Hvað Grundartanga varðar, koma margar stofnanir að umhverfisvöktun þar. Af því veikindi hrossa á Kúludalsá eru nefnd í grein Snorra, þá hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar. Í álframleiðslu er losunin mest við orkuvinnsluna á heimsvísu. Þar sem íslensk orka er umhverfisvæn með tilliti til losunar, þá er heildarlosun af íslenskri álframleiðslu sexfalt minni en af álverum knúnum gasorku í Mið-Austurlöndum og tífalt minni en af kolaknúnum álverum í Kína. Eftir stendur að aukin notkun áls er lykilþáttur í að draga úr losun mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. Við Íslendingar getum með réttu verið stoltir af framlagi okkar í þeim efnum. Fyrir hönd íslensks áliðnaðar óska ég landsmönnum farsældar á nýju ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pétur Blöndal Tengdar fréttir Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Norðurál óskaði landsmönnum gleðilegra jóla á öldum ljósvakans yfir hátíðarnar og voru þær auglýsingar gagnrýndar af Snorra Baldurssyni, formanni Landverndar, í Fréttablaðinu. Hér verður leitast við að svara þeirri gagnrýni í stuttu máli. En svo lesendur átti sig á eðli málsins er texti auglýsinganna svona: - Með íslensku áli verða farartæki léttari og útblásturinn minnkar. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Það má nota eina áldós næstum hundrað sinnum. Álið okkar er einhver grænasti málmur í heimi. Gleðilega hátíð – Norðurál. - Íslenskt ál er notað í allskonar vörur um allan heim. Og svo má endurvinna það nánast endalaust. Gleðilega hátíð – Norðurál. Ekki íslenskt ál?Gagnrýnt er að skilja megi orðalagið „álið okkar“ eins og það sé íslenskt. Það hlýtur að teljast fullkomlega eðlilegt að tala um íslenskt ál þótt mikið af hráefninu komi annars staðar frá. Íslensk orka er skilyrði fyrir því að breyta hráefninu í ál og til þess þarf sérhæft starfsfólk og tæknilega fullkomin álver sem starfrækt eru á Íslandi. Þetta er sambærilegt við að kaupa fræ frá útlöndum og gróðursetja þau á Íslandi; ávöxtinn sem vex upp af því má með réttu kalla íslenska framleiðslu. Eru bakarí á Íslandi ekki að baka íslenskt brauð af því hveitið kemur að utan? Endurvinnsla „stolnar fjaðrir“?Gagnrýnt er að talað sé um ál sem „einhvern grænasta málm í heimi“ og að með tali um endurvinnslu áls sé Norðurál að skreyta sig með „stolnum fjöðrum“. Það er staðreynd að ál er á meðal þeirra málma sem eru mest endurunnir. Í skýrslu SÞ frá 2011 kemur fram að af 60 málmtegundum voru aðeins 18 með endurvinnsluhlutfall yfir 50% og er álið þeirra á meðal. Endurvinnsluhlutfall drykkjardósa er um 70% í Evrópu. Það er meira en almennt tíðkast um drykkjarumbúðir, enda hefur ál það umfram flest önnur umbúðaefni að hægt er að endurvinna það aftur og aftur án þess að það tapi upprunalegum eiginleikum sínum. Til að endurvinna ál þarf einungis 5% af orkunni sem fór í að framleiða það í fyrsta skipti, sem þýðir að í endurvinnslunni felst efnahagslegur hvati, auk þess sem orka sparast og dregið er úr losun. Álið hefur leikið aðalhlutverk í endurvinnslubyltingu síðustu áratuga og álfyrirtækin sem starfa á Íslandi hafa tekið þátt í þeirri þróun, m.a. með þátttöku í átaksverkefnum um söfnun og endurvinnslu áls. Það er fullkomlega eðlilegt að þau bendi á þessa staðreynd og fráleitt að kalla það „stolnar fjaðrir“. Gagnrýnt er að framleiðsluferli áls hafi umhverfisáhrif. Framleiðsla á áli hefur vissulega umhverfisáhrif á heimsvísu. Umfangið er þó lítið sé horft á heildarmyndina; aðeins tæpar 60 milljónir tonna framleidd á ári á meðan járn er langt yfir 1.000 milljónum tonna. Á hverju ári er svipað stórt svæði grætt upp aftur og fer undir báxítnámur. Þá hafa miklar framfarir orðið í meðhöndlun úrgangs frá súrálsframleiðslu, bæði varðandi örugga geymslu á þurru formi frekar en blautu, og nýtingu sem hráefni í aðrar vörur. Það er rétt að álver losa kolefni og er það óhjákvæmilegt í framleiðsluferli áls, þar sem kolaskaut eru notuð við rafgreininguna. Álver á Íslandi hafa lagt mikið upp úr því að draga úr þessari losun á hvert framleitt tonn og hefur hún dregist saman um 75% frá árinu 1990. Hvað Grundartanga varðar, koma margar stofnanir að umhverfisvöktun þar. Af því veikindi hrossa á Kúludalsá eru nefnd í grein Snorra, þá hafa þau verið rannsökuð af opinberum stofnunum og engin tengsl við flúormengun fundist. Þessar rannsóknir hafa staðið í mörg ár og má fræðast um niðurstöðurnar á heimasíðu Matvælastofnunar. Í álframleiðslu er losunin mest við orkuvinnsluna á heimsvísu. Þar sem íslensk orka er umhverfisvæn með tilliti til losunar, þá er heildarlosun af íslenskri álframleiðslu sexfalt minni en af álverum knúnum gasorku í Mið-Austurlöndum og tífalt minni en af kolaknúnum álverum í Kína. Eftir stendur að aukin notkun áls er lykilþáttur í að draga úr losun mannkyns á gróðurhúsalofttegundum. Við Íslendingar getum með réttu verið stoltir af framlagi okkar í þeim efnum. Fyrir hönd íslensks áliðnaðar óska ég landsmönnum farsældar á nýju ári.
Ósvífin auglýsingaherferð Norðuráls Barátta íslensku stóriðjufyrirtækjanna og samtaka þeirra fyrir lægra orkuverði hefur vakið athygli. Í því sambandi má minnast orða Harðar Árnasonar, forstjóra Landsvirkjunar, rétt fyrir jólin um að Norðurál beiti kjaradeilunni í Straumsvík fyrir sig í samningaviðræðum um 13. janúar 2016 07:00
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar