Hvað getur maður sagt? Mikael Torfason skrifar 14. janúar 2016 07:00 Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Tengdar fréttir Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00 Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30 Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30 Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00 Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Íslendingar verja um tíu þúsund milljónum í ríkisstyrki til menningar og lista. Inni í því er fjármögnun RÚV og Þjóðleikhúss. Í heild veltir íslensk menning 200 þúsund milljónum. Margvísleg rök hafa verið færð fyrir því að króna í styrki til menningar og lista margfaldi sig. Og um gildi listar og menningar ætti ekki að þurfa að rífast. Ég er rithöfundur og í vikunni komst það í fréttir að stjórn Rithöfundasambandsins velji sjálf nefndina sem úthlutar þeim og öðrum rithöfundum starfslaunum. Öll aðalstjórn félagsins fékk úthlutað 12 mánaða rithöfundalaun á dögunum. Af nefnd sem þau sjálf völdu. Hvað getur maður sagt? Af mér sjálfum og viðskiptum mínum við þessa nefnd er það að segja að ég fékk ekki rithöfundalaun í ár. Heldur ekki í fyrra. Nú kann að vera að óljósar skilgreiningar liggi fyrir um hver skal fá, en mér sýnist þetta snúast um það að þeim sé gert kleift að halda sér við efnið sem hafa sýnt vilja og getu til þess. Og að með styrkjunum liggi fyrir afurðir á menningarsviðinu. Og fyrir árið 2015 skilaði ég til úthlutunarnefndarinnar drögum að nýrri bók, minni sjöttu, og leikriti. Bókin heitir Týnd í paradís og fékk ljómandi viðtökur. Mín besta bók, er mér sagt. Leikritagerðin sneri að Síðustu dögum Kjarvals sem Útvarpsleikhúsið flutti og svo Njálu í Borgarleikhúsinu. Ég er ekki að telja þetta upp til að monta mig heldur til að sýna fram á að úthlutunarnefndin hlýtur, í þessu ljósi, að hafa misstigið sig. Nú liggur úthlutun fyrir sem tekur til ársins 2016 og aftur: Núll fyrir mig. Hvað getur maður sagt? Ég ætla ekki að setja á ræðu um gildi listarinnar, eða menningarinnar; listamannalaun eiga fullan rétt á sér. En, þeim verður að úthluta þannig að enginn vafi leiki á um að þar ráði ekki annarleg sjónarmið för.
Ýmsar myndir af Kjarval í nýju útvarpsleikriti Síðustu dagar Kjarvals, nýtt íslenskt leikrit eftir Mikael Torfason, verður frumflutt í Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á morgun, sunnudag. Þar er skyggnst inn í ævi málarans mikla. 14. nóvember 2015 14:00
Ofgnótt, ofsi og blóði drifin fegurð Ofgnóttin er stundum yfirþyrmandi en Njála er leikhús í háum gæðaflokki. 4. janúar 2016 12:30
Áhrifarík og afdráttarlaus fjölskyldusaga Hreinskiptin og kraftmikil fjölskyldusaga sem veitir góða innsýn í íslenskt samfélag og ákveðinn afkoma þess á áhugaverðum tímum. 21. nóvember 2015 12:30
Veltir því fyrir sér hvort annarleg sjónarmið ráði för við úthlutun listmannalauna Mikael Torfason rithöfundur telur rangt gefið við úthlutun listamannalauna. 14. janúar 2016 07:00
Stærðu sig af píslardauða barna Fyrstu fimm æviár Mikaels Torfasonar og saga foreldra hans eru sögusvið nýrrar bókar hans. Mikael var langveikt barn sem þurfti á blóðgjöf að halda en vegna trúar sinnar vildu foreldrar hans ekki menga líkama hans með blóðgjöf. 7. nóvember 2015 10:00
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar