Tveir leikmenn boluðu Margréti burt: "Búið að gefa tóninn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. janúar 2016 16:45 Margrét Sturlaugsdóttir hætti hjá Keflavík. mynd/karfan.is Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan. Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Margrét Sturlaugsdóttir, fyrrverandi þjálfari Keflavíkur í Dominos-deild kvenna í körfubolta, talaði opinskátt um brottrekstur sinn frá liðinu í viðtali í Akraborginni í dag. Margrét fékk að fjúka eftir sigur á Grindavík í síðustu viku, en mikið hefur gengið á hjá Keflavíkurstúlkum í vetur. „Uppsögnin kom mér á óvart því gengi liðsins var frábært og mikill stígandi í liðinu. Haustið er búið að vera erfitt og leikmenn voru beðnir um að vera í sambandi ef eitthvað væri að. Það var búið að vera lognmolla og allt í góðu þannig þetta kom mér á óvart,“ sagði Margrét.Sjá einnig:Sverrir: Erfiðara að þjálfa konur en karla Veturinn hófst með því að landsliðskonan Bryndís Guðmundsdóttir sagðist ekki geta unnið með Margréti og listaði þjálfarinn upp ástæðurnar fyrir því í viðtali við Vísi. Margrét hætti svo að þjálfa landsliðið vegna atviksins.Mætti ekki á æfingar Tveir leikmenn Keflavíkur voru mjög óánægðir með störf Keflavíkur, annar þeirra Sandra Lind Þrastardóttir, sem var látin byrja á bekknum gegn Grindavík. „Það síðasta sem gerist er að ákveðinn leikmaður byrjar ekki inn á því hún var ekki búin að mæta á tvær æfingar. Það var ekki flókið,“ sagði Margrét. „Ég var að mótmæla þessu hugarfari. Undir venjulegum kringumstæðum hefði hún bara byrjað út af og komið inn á eftir tvær mínútur og allt í góðu. En hún var bara virkilega ósátt og það náði nú lengra en hjá henni. Þessar eldhúsumræður byrjuðu þar.“ „Ég sem þjálfari vill ráða hverjir eru í byrjunarliðinu og hvernig mínútunum er skipt. Það þykir bara óeðlilegt í dag og ég sætti mig alveg með það. Ég er þá kannski bara svona skrítin þjálfari og verð að kyngja þessu,“ segir Margrét.Tólf af fjórtán ánægðar Margrét kveðst sátt við sjálfa sig og er ánægð að standa við sínar ákvarðanir. Hún bendir á að lang stærsti hluti hópsins var ánægður með hana. „Aðferðir mínar virkuðu á tólf leikmen af fjórtán. Það voru alveg tólf leikmenn sem voru mjög sáttir. Þessar tólf voru reyndar ekki spurðar að neinu,“ segir Margrét og viðurkennir að tveir leikmenn liðsins boluðu henni burt. „Það er alveg klárt mál. Þær tilkynntu að annað hvort færu þær eða ég. Það þarf ekkert að fara í grafgötur með það.“ Margrét hefur áhyggjur af þessari þróun og vill að íþróttahreyfingin fari að gera eitthvað í þessum málum. „Þetta er eitthvað sem íþróttahreyfingin þarf að fara að tækla. Það eru annað hvort mömmur og pabbar [að skipta sér af] og þetta er komið alla leið upp í landsliðin eins og við sáum með handboltalandsliðið á dögunum,“ segir Margrét. „Ég set spurningamerki við þetta. Þetta verður bara til þess að það vill enginn almennilegur þjálfari þjálfa í framtíðinni.“ „Nú þarf bara að sjá hvaða línu klúbburinn ætlar að draga og hvernig hann ætlar að markaðssetja sig fyrir komandi framtíð. Þetta er auðvitað búið að gefa tóninn. Ef þú ert ekki ánægður hótarðu öllu illu og færð þitt í gegn,“ sagði Margrét Sturlaugsdóttir. Það er hægt að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira