Sjálfskaparvíti Kínverja Lars Christensen skrifar 13. janúar 2016 10:00 Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Það hefur ekki verið góð byrjun á árinu fyrir fjármálamarkaði í heiminum, sérstaklega hafa kínversku verðbréfamarkaðirnir farið illa. Ýmsir þættir hafa stuðlað að óróa á mörkuðunum, en ég vil sérstaklega undirstrika þrjú atriði. Í fyrsta lagi heldur Seðlabanki Bandaríkjanna áfram að gefa til kynna frekari vaxtahækkanir þrátt fyrir merki um að það sé að hægja á bandaríska hagkerfinu. Í öðru lagi, og að hluta til tengt hertum aðgerðum bandaríska seðlabankans, er sú staðreynd að áhyggjur af kínverska hagkerfinu fara vaxandi. Og í þriðja lagi er aukin stjórnmálaspenna á milli Írans og Sádi-Arabíu. Af þessum ástæðum hefur mesta athyglin beinst að aðstæðum í Kína og því er eðlilegt að spyrja hvað sé raunverulega að gerast þar.Loforðið um gengisfellingu reynist réttAlmennt er enginn vafi á því að í Kína hægir nú verulega á kerfislægum hagvexti og líklegt er að þessi samdráttur haldi áfram næstu áratugina þar sem Kína stendur frammi fyrir alvarlegum mótbyr, sérstaklega vegna mjög óhagstæðrar lýðfræðilegrar þróunar. Vinnufæru fólki í Kína mun einfaldlega fækka og þar með hægist á hagvexti. Í slíkum kerfislægum mótbyr gætu Kínverjar þurft veikari gjaldmiðil, en vandamálið er að kínverski seðlabankinn hefur í gegnum tíðina tengt kínverska gjaldmiðilinn, renminbi, fast við bandaríska dollarann. Hins vegar hefur þrýstingurinn á seðlabankann, um að leyfa renminbi að fljóta, farið vaxandi síðasta árið og markaðir hafa í auknum mæli veðjað á að Kína verði fyrr eða síðar að leyfa renminbi að veikjast verulega. Og að miklu leyti hafa kínversk yfirvöld kynt undir væntingum um meiri háttar gengisfellingu þar sem seðlabankinn hefur gefið til kynna að hann muni leyfa renminbi að veikjast smám saman. En það er erfitt að stjórna hægfara gengissigi því þegar maður segir fjárfestum að maður ætli að hefja gengissig í smáum skrefum taka allir til fótanna. Þetta er einmitt það sem við sjáum núna. Útflæði gjaldeyris hefur aukist gríðarlega og það hefur sett mikinn þrýsting til lækkunar á renminbi. Það er því þverstæðukennt að á meðan kínversk yfirvöld vilja veikari gjaldmiðil hefur seðlabankinn orðið að grípa inn í á gjaldeyrismörkuðum til að hægja á veikingu gjaldmiðilsins. Hin undarlega afleiðing þessa er að kínverski seðlabankinn er nú að herða peningamarkaðsskilyrði sín í aðstæðum þar sem hann ætti að vera að slaka á peningamálastefnunni. Þarna er kjarninn á bak við verðhrunið á kínversku verðbréfamörkuðunum, en þetta er líka lykilástæða fyrir áframhaldandi verðlækkun á hrávörumarkaði og almennum áhyggjum af ástandi alþjóðahagkerfisins. Vegna hins kerfislæga mótbyrs í kínverska hagkerfinu og versnandi efnahagsástands er erfitt að sjá aðra valkosti fyrir kínversk stjórnvöld en að leyfa renminbi að fljóta frjálst, og eins og ástandið er núna myndi það sennilega leiða til frekar mikillar veikingar gjaldmiðilsins. Eina raunverulega spurningin er því ekki hvort kínversk stjórnvöld leyfa meiri háttar gengisfellingu renminbi, heldur hvenær þetta gerist og hvort það verður skipulega eða ekki.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun