Handbolti

Tandri Már ekki til Póllands

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Tandri Már Konráðsson.
Tandri Már Konráðsson. Vísir/Anton
Tandri Már Konráðsson fer ekki með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi en þetta kom fram í tilkynningu frá HSÍ í dag.

Tandri er eini leikmaðurinn í átján manna hópnum sem var valinn til að spila æfingaleikina gegn Þýskalandi um helgina sem ekki fer til Póllands. Mótið hefst á föstudaginn.

Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari Íslands, má hafa sextán leikmenn á skýrslu og mun ekki skýra frá því fyrr en annað kvöld hver verði sautjándi maðurinn í íslenska hópnum og standi fyrir utan liðið til að byrja með.

Eftir að mótið hefst má hvert lið gera þrjár breytingar á leikmannahópi sínum.

Leikmannahópurinn sem fer til Póllands:

Markmenn:

Aron Rafn Eðvarðsson, Alaborg

Björgvin Páll Gústavsson, Die Bergische Handball Club

Aðrir leikmenn:

Alexander Petersson, Rhein Neckar Löwen

Arnór Atlason, St. Rafael

Arnór Þór Gunnarsson, Die Bergische Handball Club

Aron Pálmarsson, MKB Veszprém KC

Ásgeir Örn Hallgrímsson, Nimes

Bjarki Már Gunnarsson, Aue

Guðjón Valur Sigurðsson, FC Barcelona

Guðmundur Hólmar Helgason, Valur

Kári Kristján Kristjánsson, IBV

Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad

Róbert Gunnarsson, Paris Handball

Rúnar Kárason, TSV Hannover/Burgdorf

Snorri Steinn Guðjónsson, Nimes

Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein Neckar Löwen

Vignir Svavarsson, HC Midtjylland ApS




Fleiri fréttir

Sjá meira


×