Vísindi efla alla dáð Hildur Þórðardóttir skrifar 11. janúar 2016 19:30 Af því ég skrifaði einn pistil um vísindi á villigötum er búið að ákveða að ég sé á móti öllum vísindum. Svona eins og bloggari sem skrifar færslu undir fyrirsögninni „Súr mjólk“ og þar með er augljóst að hann er að meina að mjólk er súr alls staðar og alltaf. Vísindi eru eins og listir, bráðnauðsynleg grundvallarstoð í samfélagi. Án vísinda væri engin framþróun alveg eins og án lista væri lífið innihaldslítið og dauft. Tökum til dæmis þróun í skurðlækningum. Betri hnífar, fíngerðari nálar, lyf sem stöðva blæðingar, smásjáraðgerðir sem gera ótrúlegustu aðgerðir mögulegar, lasergeislameðferðir og ýmsar nýjungar sem aldrei yrðu að veruleika án vísinda. Þegar ég var unglingur fótbrotnaði ég svo bæði sköflungur og dálkur fóru í sundur. Það þurfti því að skera, negla beinin saman og sauma saman aftur. Nokkrum mánuðum síðar var aftur skorið til að fjarlægja naglana og saumað saman aftur. Ef ekki væri fyrir skurðlækningar hefði ég verið bækluð eftir þetta og vafalaust dáin úr vesöld. Ég er því með langt ör á fætinum og má greinilega telja saumsporin tuttugu. Fyrir einhverjum árum sá skurðlæknir nokkur örið mitt og hafði orð á því hvaða hrossalæknir hefði nú gert þessa aðgerð. Sýnir það hve langt við höfum náð á þessum vettvangi á rúmlega þremur áratugum. Við getum líka tiltekið aðferðir jarðvísindamanna til að taka lóðrétt jarðvegssýni og þar með geta sagt til um ísaldarskeið, eldgos fyrr á öldum og jafnvel tímasett fasta búsetu á Íslandi. Þessar niðurstöður styðja síðan heimildir frá fornri tíð eins og Landnámu og renna stoðum undir trúverðugleika þeirra. Skoðum líka fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri. Þar fannst aragrúi af fiskbeinum og því er ljóst að þar lengst uppi í sveit var borðaður mikill fiskur. Væntanlega var hann fluttur meðfram Vatnajökli frá Öræfum sem þýðir þá líklega að sú leið var fjölfarnari en við héldum. Mörg mannabeinanna leiddu í ljós að manneskjurnar hafi glímt við hina ýmsu sjúkdóma og af því getum við dregið þær ályktanir að í klaustrin hafi sjúkir leitað hælis og fengið aðhlynningu. Einnig fundust ummerki um lækningajurtagarð sem segir okkur að á miðöldum hafi klaustrin stundað náttúrulækningar. Öll ný þekking bætist við þær hugmyndir sem við höfum um fortíðina og fyllir upp í eyðurnar. Ég get haldið endalaust áfram. Verkfræðirannsóknir gera okkur m.a. kleift að byggja brýr sem þola jökulhlaup í ám, eða gefa nógu mikið eftir til að einstakir hlutar gefa eftir og kostnaður við endurbætur er í lágmarki. Þessi sparnaður skiptir miklu máli fyrir okkur þar sem jökulhlaup gerast oftsinnis. Á ársfundum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hef ég meðal annars hlustað á hinn bráðskemmtilega Ólaf Wallevik segja frá rannsóknum á steinsteypu og leitinni að uppskriftinni að umhverfisvænni steypu í sprungulaus hús. Töfraefnið reyndist vera kísill og hefur uppskriftin meðal annars verið prófuð í Abu Dhabi. Þótt ég sé ósammála því að fjarlægja heilbrigða líkamshluta til að fyrirbyggja sjúkdóma, er ég fylgjandi því að halda genarannsóknum áfram. Ég trúi því að þær eiga eftir að leiða ýmislegt í ljós um tilurð mannslíkamans. Síðasta sumar ræddi ég við rannsóknarlækni á Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum, sem er ein fremsta lækningarannsóknarmiðstöð á Vesturlöndum. Hann tjáði mér meðal annars að þeir væru að rannsaka tengsl tilfinninga, viðhorfa og sjúkdóma sem gladdi mig að sjálfsögðu mikið. Þar er meira að segja boðið upp á orkumeðferðir meðfram lyfjameðferðum, því þeir finna hvað sjúklingum líður miklu betur. Þessi þróun er örlítið byrjuð hér, þótt það fari mjög leynt. Þegar Galíleó Galílei kom fram með sólmiðjukenninguna í upphafi 17. aldar var hann hnepptur í stofufangelsi. Þetta var enginn nýr fróðleikur, heldur almenn vitneskja í Egyptalandi 1200 árum áður þegar Egyptaland var miðstöð fræða og vísinda. Kóperníkus vissi þetta líka 100 árum áður en Galíleó steig fram en þorði ekki að birta opinberlega fyrr en á dánarbeðinu af ótta við útskúfun. Galíleó var hins vegar óhræddur frumkvöðull sem fannst skipta meira máli að sannleikurinn kæmi fram heldur en að beygja sig í duftið fyrir ríkjandi viðhorfum. Orkulíkaminn er ekkert nýtt fyrirbæri sem ég er að finna upp. Kínverjar vissu allt um hann fyrir þúsundum ára þegar þeir þróuðu nálastungur sem Vesturlönd hafa tekið fagnandi. Indverjar og Tíbetar vissu líka allt um hann, enda miðast austrænar lækningar við að koma á jafnvægi í orkulíkamanum svo hann geti sjálfur læknað efnislíkamann. Mér finnst, eins og Gelíleó, mikilvægara að fólk viti um orkulíkamann heldur en að beygja mig í duftið fyrir ríkjandi viðhorfum. Mér er einmitt annt um vísindi og þess vegna vil ég ekki að þau leiðist út á ranga braut. Það er fullt af Íslendingum sem vita af orkulíkamanum og sækja í eða bjóða upp á nálastungur og alls kyns orkumeðferðir. Ég tel að a.m.k. 10% þjóðarinnar viti fullvel að hann er til, 60% þjóðarinnar finnur að þetta gæti alveg verið rétt en þorir ekki, eins og Kóperníkus, að viðurkenna það opinberlega af ótta við útskúfun. Hin 30% eru þá væntanlega rökhyggjufólk sem þarf áþreifanlegar og mælanlegar sannanir til að taka hann með í reikninginn, en sá hópur hefur stjórnað umræðunni hingað til. Þegar farið verður að mæla orkulíkamann með tækjum svipuðum heilaskönnum, getur samfélagið vonandi tekið hann í sátt. Fræðin um orkulíkmann munu einhvern tímann verða viðurkennd hér á landi alveg eins og í Austurlöndum og Mayo clinic í Bandaríkjunum. Hvort það verður á næstu árum eða eftir þrjátíu ár fer eftir samfélaginu. Viljum við vera jafn þröngsýn, fordómafull og fáfróð eins og á tímum Galíleós og Kóperníkusar og hneppa alla í gíslingu sem voga sér að koma opinberlega fram með þessa þekkingu, eða viljum við sýna að við höfum aðeins þroskast síðustu 400 árin og tileinka okkur víðsýni, umburðarlyndi og skilning? Verði ég forseti mun ég ekki þröngva orkulíkamanum upp á fólk heldur vil ég miklu frekar að samfélagið sameinist um að finna leiðir til að austrænar lækningar og vestrænar geti unnið saman. Að fólk geti valið allar þær meðferðir sem það trúir að hjálpi þeim. Þegar ég skrifaði bækurnar sat ég bara öðru megin borðsins og vildi vekja fólk til vitundar um þessi fræði. Sem forseti yrði ég beggja megin borðsins og myndi þá frekar vilja sjá ólík sjónarmið sameinast um að gera það sem er best fyrir alla. Vísindi eru nauðsynleg til að samfélag þroskist áfram. Hvort sem það eru raunvísindi, hugvísindi, geimvísindi eða læknavísindi er ljóst að ef ekki væri fyrir þessar greinar værum við enn á molbúaöld. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Skoðun Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Sjá meira
Af því ég skrifaði einn pistil um vísindi á villigötum er búið að ákveða að ég sé á móti öllum vísindum. Svona eins og bloggari sem skrifar færslu undir fyrirsögninni „Súr mjólk“ og þar með er augljóst að hann er að meina að mjólk er súr alls staðar og alltaf. Vísindi eru eins og listir, bráðnauðsynleg grundvallarstoð í samfélagi. Án vísinda væri engin framþróun alveg eins og án lista væri lífið innihaldslítið og dauft. Tökum til dæmis þróun í skurðlækningum. Betri hnífar, fíngerðari nálar, lyf sem stöðva blæðingar, smásjáraðgerðir sem gera ótrúlegustu aðgerðir mögulegar, lasergeislameðferðir og ýmsar nýjungar sem aldrei yrðu að veruleika án vísinda. Þegar ég var unglingur fótbrotnaði ég svo bæði sköflungur og dálkur fóru í sundur. Það þurfti því að skera, negla beinin saman og sauma saman aftur. Nokkrum mánuðum síðar var aftur skorið til að fjarlægja naglana og saumað saman aftur. Ef ekki væri fyrir skurðlækningar hefði ég verið bækluð eftir þetta og vafalaust dáin úr vesöld. Ég er því með langt ör á fætinum og má greinilega telja saumsporin tuttugu. Fyrir einhverjum árum sá skurðlæknir nokkur örið mitt og hafði orð á því hvaða hrossalæknir hefði nú gert þessa aðgerð. Sýnir það hve langt við höfum náð á þessum vettvangi á rúmlega þremur áratugum. Við getum líka tiltekið aðferðir jarðvísindamanna til að taka lóðrétt jarðvegssýni og þar með geta sagt til um ísaldarskeið, eldgos fyrr á öldum og jafnvel tímasett fasta búsetu á Íslandi. Þessar niðurstöður styðja síðan heimildir frá fornri tíð eins og Landnámu og renna stoðum undir trúverðugleika þeirra. Skoðum líka fornleifauppgröftinn á Skriðuklaustri. Þar fannst aragrúi af fiskbeinum og því er ljóst að þar lengst uppi í sveit var borðaður mikill fiskur. Væntanlega var hann fluttur meðfram Vatnajökli frá Öræfum sem þýðir þá líklega að sú leið var fjölfarnari en við héldum. Mörg mannabeinanna leiddu í ljós að manneskjurnar hafi glímt við hina ýmsu sjúkdóma og af því getum við dregið þær ályktanir að í klaustrin hafi sjúkir leitað hælis og fengið aðhlynningu. Einnig fundust ummerki um lækningajurtagarð sem segir okkur að á miðöldum hafi klaustrin stundað náttúrulækningar. Öll ný þekking bætist við þær hugmyndir sem við höfum um fortíðina og fyllir upp í eyðurnar. Ég get haldið endalaust áfram. Verkfræðirannsóknir gera okkur m.a. kleift að byggja brýr sem þola jökulhlaup í ám, eða gefa nógu mikið eftir til að einstakir hlutar gefa eftir og kostnaður við endurbætur er í lágmarki. Þessi sparnaður skiptir miklu máli fyrir okkur þar sem jökulhlaup gerast oftsinnis. Á ársfundum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands hef ég meðal annars hlustað á hinn bráðskemmtilega Ólaf Wallevik segja frá rannsóknum á steinsteypu og leitinni að uppskriftinni að umhverfisvænni steypu í sprungulaus hús. Töfraefnið reyndist vera kísill og hefur uppskriftin meðal annars verið prófuð í Abu Dhabi. Þótt ég sé ósammála því að fjarlægja heilbrigða líkamshluta til að fyrirbyggja sjúkdóma, er ég fylgjandi því að halda genarannsóknum áfram. Ég trúi því að þær eiga eftir að leiða ýmislegt í ljós um tilurð mannslíkamans. Síðasta sumar ræddi ég við rannsóknarlækni á Mayo Clinic í Minnesota í Bandaríkjunum, sem er ein fremsta lækningarannsóknarmiðstöð á Vesturlöndum. Hann tjáði mér meðal annars að þeir væru að rannsaka tengsl tilfinninga, viðhorfa og sjúkdóma sem gladdi mig að sjálfsögðu mikið. Þar er meira að segja boðið upp á orkumeðferðir meðfram lyfjameðferðum, því þeir finna hvað sjúklingum líður miklu betur. Þessi þróun er örlítið byrjuð hér, þótt það fari mjög leynt. Þegar Galíleó Galílei kom fram með sólmiðjukenninguna í upphafi 17. aldar var hann hnepptur í stofufangelsi. Þetta var enginn nýr fróðleikur, heldur almenn vitneskja í Egyptalandi 1200 árum áður þegar Egyptaland var miðstöð fræða og vísinda. Kóperníkus vissi þetta líka 100 árum áður en Galíleó steig fram en þorði ekki að birta opinberlega fyrr en á dánarbeðinu af ótta við útskúfun. Galíleó var hins vegar óhræddur frumkvöðull sem fannst skipta meira máli að sannleikurinn kæmi fram heldur en að beygja sig í duftið fyrir ríkjandi viðhorfum. Orkulíkaminn er ekkert nýtt fyrirbæri sem ég er að finna upp. Kínverjar vissu allt um hann fyrir þúsundum ára þegar þeir þróuðu nálastungur sem Vesturlönd hafa tekið fagnandi. Indverjar og Tíbetar vissu líka allt um hann, enda miðast austrænar lækningar við að koma á jafnvægi í orkulíkamanum svo hann geti sjálfur læknað efnislíkamann. Mér finnst, eins og Gelíleó, mikilvægara að fólk viti um orkulíkamann heldur en að beygja mig í duftið fyrir ríkjandi viðhorfum. Mér er einmitt annt um vísindi og þess vegna vil ég ekki að þau leiðist út á ranga braut. Það er fullt af Íslendingum sem vita af orkulíkamanum og sækja í eða bjóða upp á nálastungur og alls kyns orkumeðferðir. Ég tel að a.m.k. 10% þjóðarinnar viti fullvel að hann er til, 60% þjóðarinnar finnur að þetta gæti alveg verið rétt en þorir ekki, eins og Kóperníkus, að viðurkenna það opinberlega af ótta við útskúfun. Hin 30% eru þá væntanlega rökhyggjufólk sem þarf áþreifanlegar og mælanlegar sannanir til að taka hann með í reikninginn, en sá hópur hefur stjórnað umræðunni hingað til. Þegar farið verður að mæla orkulíkamann með tækjum svipuðum heilaskönnum, getur samfélagið vonandi tekið hann í sátt. Fræðin um orkulíkmann munu einhvern tímann verða viðurkennd hér á landi alveg eins og í Austurlöndum og Mayo clinic í Bandaríkjunum. Hvort það verður á næstu árum eða eftir þrjátíu ár fer eftir samfélaginu. Viljum við vera jafn þröngsýn, fordómafull og fáfróð eins og á tímum Galíleós og Kóperníkusar og hneppa alla í gíslingu sem voga sér að koma opinberlega fram með þessa þekkingu, eða viljum við sýna að við höfum aðeins þroskast síðustu 400 árin og tileinka okkur víðsýni, umburðarlyndi og skilning? Verði ég forseti mun ég ekki þröngva orkulíkamanum upp á fólk heldur vil ég miklu frekar að samfélagið sameinist um að finna leiðir til að austrænar lækningar og vestrænar geti unnið saman. Að fólk geti valið allar þær meðferðir sem það trúir að hjálpi þeim. Þegar ég skrifaði bækurnar sat ég bara öðru megin borðsins og vildi vekja fólk til vitundar um þessi fræði. Sem forseti yrði ég beggja megin borðsins og myndi þá frekar vilja sjá ólík sjónarmið sameinast um að gera það sem er best fyrir alla. Vísindi eru nauðsynleg til að samfélag þroskist áfram. Hvort sem það eru raunvísindi, hugvísindi, geimvísindi eða læknavísindi er ljóst að ef ekki væri fyrir þessar greinar værum við enn á molbúaöld.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar