Körfubolti

Snæfellskonur í undanúrslit fimmta árið í röð | Stigaskor og myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snæfellskonur eru komnar í undanúslit bikarkeppninnar fimmta árið í röð eftir sigur á Val á Hlíðarenda í dag.

Ekkert annað félag hefur verið alltaf með í undanúrslitunum frá árinu 2012 en Keflavíkurkonur eru þar fjórða árið í röð.

Bikarmeistarar Grindavíkur sendi meistaraefnin úr Haukum heim súrar í broti og hafa því ekki tapað bikarleik í tvö ár.

Anton Brink, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leik Vals og Snæfells á Hlíðarenda í dag og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan.

Félög í undanúrslitunum kvenna 2012-2016:

Snæfell 5 (2012, 2013, 2014, 2015, 2016)

Keflavík 4 (2013, 2014, 2015, 2016)

Grindavík 2 (2015, 2016)

Stjarnan 2 (2012, 2016)

Njarðvík 2 (2012, 2015)

Haukar 2 (2012, 2014)

Valur 1 (2013)

Hamar 1 (2013)

KR 1 (2014)



Hér fyrir neðan má sjá stigaskor úr leikjum kvöldsins:

Valur-Snæfell 58-78 (16-22, 14-18, 16-17, 12-21)

Valur: Karisma Chapman 19/8 fráköst/6 stoðsendingar, Dagbjört Samúelsdóttir 9, Ragnheiður Benónísdóttir 8/4 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 6, Sóllilja Bjarnadóttir 5, Bergþóra Holton Tómasdóttir 4/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 3/6 fráköst, Jónína Þórdís Karlssdóttir 2, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 2.

Snæfell: Haiden Denise Palmer 20/9 fráköst/7 stoðsendingar/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 12, Bryndís Guðmundsdóttir 10/6 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 7, María Björnsdóttir 7, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 7/5 fráköst, Sara Diljá Sigurðardóttir 6/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 4, Rebekka Rán Karlsdóttir 3, Alda Leif Jónsdóttir 2/4 fráköst.



Grindavík-Haukar 65-63 (18-16, 15-23, 18-13, 14-11)

Grindavík: Whitney Michelle Frazier 27/6 fráköst/5 stolnir, Petrúnella Skúladóttir 12, Sigrún Sjöfn Ámundadóttir 12/11 fráköst, Björg Guðrún Einarsdóttir 5, Hrund Skuladóttir 3, Jeanne Lois Figeroa Sicat 3/4 fráköst, Ingunn Embla Kristínardóttir 2, Lilja Ósk Sigmarsdóttir 1.

Haukar: Helena Sverrisdóttir 25/14 fráköst/5 stolnir, Chelsie Alexa Schweers 14/5 fráköst, Pálína María Gunnlaugsdóttir 9, Sylvía Rún Hálfdanardóttir 8/6 fráköst, Jóhanna Björk Sveinsdóttir 7/7 fráköst.



Stjarnan-Hamar 67-41 (15-14, 14-14, 20-7, 18-6)

Stjarnan: Margrét Kara Sturludóttir 15/16 fráköst/7 stoðsendingar, Ragna Margrét Brynjarsdóttir 14/11 fráköst, Hafrún Hálfdánardóttir 13/6 fráköst, Bryndís Hanna Hreinsdóttir 13, Eva María Emilsdóttir 10/8 fráköst, Kristín Fjóla Reynisdóttir 2.

Hamar: Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 9/4 fráköst/4 varin skot, Íris Ásgeirsdóttir 9, Jenný Harðardóttir 7, Margrét Hrund Arnarsdóttir 6, Heiða Björg Valdimarsdóttir 3, Hrafnhildur Magnúsdóttir 3/5 fráköst, Nína Jenný Kristjánsdóttir 2, Jóhanna Herdís Sævarsdóttir 2.

Vísir/Anton



Fleiri fréttir

Sjá meira


×