Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 18:00 Dagur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira
Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Níundi sigur Óðins og félaga í röð Harpa Valey tryggði Selfossi stig ÍBV með stórsigur gegn ÍR meðan KA og Stjarnan skildu jöfn Uppgjörið: ÍR - Grótta 30-18 | Fyrsti sigur ÍR-inga Haukur og félagar skammt frá toppliðunum eftir sterkan sigur Ljóshærður Bjarki Már magnaður í Meistaradeildarsigri Veszprém Sigurþrenna hjá Íslendingaliðunum Dana Björg stjörnumerkt í 35 manna hópi Íslands „Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ „Man ekki eftir að hafa tapað hérna“ Þorsteinn Leó öflugur í stórsigri Sjá meira