Dagur Evrópumeistari með Þýskalandi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 31. janúar 2016 18:00 Dagur á hliðarlínunni í dag. Vísir/Getty Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira
Þýskaland vann Spán, 24-17, í úrslitaleik Evrópumeistaramótsins í handbolta í Póllandi. Dagur Sigurðsson er þjálfari þýska liðsins. Fyrirfram reiknuðu fáir með því að Þýskaland væri með lið sem gæti farið alla leið. Meiðsli margra lykilmanna settu stórt strik í reikninginn hjá Degi fyrir mótið en ekki síður þegar tveir lykilmenn meiddur í miðri milliriðlakeppninni. En það kom ekki að sök. Það skipti nánast ekki máli hver kom inn í liðið, allir komu með sitt framlag og þýska liðið komst yfir hverja hindrunina á fætur annarri. Eftir æsispennandi framlengdan undanúrslitaleik gegn Noregi sem vannst á síðustu sekúndum framlengingarinnar var allt annað uppi á teningnum í dag. Þjóðverjar gáfu tóninn með stórkostlegum varnarleik og frábærri markvörslu Andreas Wolff í markinu strax frá fyrstu mínútu. Þýskaland komst í 2-0 forystu og Spánverjar skoruðu ekki sitt fyrsta mark fyrr en á sjöundu mínútu. Eftir það litu lærisveinar Dags ekki um öxl. Forystan var fjögur mörk að loknum fyrri hálfleiknum, 10-6, en í stað þess að gefa eftir í þeim síðari gáfu Þjóðverjar enn frekar í og juku á muninn, jafnt og þétt. Mestur varð munurinn níu mörk þegar rúmar sex mínútur voru eftir, 22-13, og var niðurstaðan ráðin. Það tók Spánverja meira en 45 mínútur að skora tíu mörk í leiknum sem segir allt sem segja þarf um varnarleik og markvörslu þýska liðsins. Finn Lemke og Hendrik Pekeler kórónuðu frábært mót með stórkostlegri frammistöðu í hjarta þýsku varnarinnar en margir aðrir lögðu hönd á plóg. Andreas Wolff átti svo ótrúlegan dag í markinu og varði 23 skot. Spánverjar skoruðu nokkur mörk á lokamínútum leiksins og við það féll hlutfallsmarkvarsla hans niður fyrir 60 prósentin. Hún endaði í 57 prósentum. Kai Häfner átti svo frábæran leik í sókninni og skoraði sjö mörk. Hann byrjaði mótið í sófanum heima í stofu en var kallaður í liðið þegar Steffen Weinhold meiddist. Hann skoraði gríðarlega mikilvæg mörk í dag, sérstaklega í seinni hálfleik. Steffen Fäth átti einnig góðan leik sem og hornamennirnir Rune Dahmke og Tobias Reichmann. Fyrst og fremst var þetta sigur liðsheildarinnar og þjálfarans Dags Sigurðssonar. Leikskipulag hans gekk fullkomlega upp og áttu Spánverjar einfaldlega ekkert svar. Arpad Sterbik var frábær í marki Spánverjanna, sérstaklega í fyrri hálfleik, en það var bara ekki nóg gegn Degi og hans mönnum. Með sigrinum í dag er Þýskaland komið inn á Ólympíuleikana í Ríó sem var eitt af stóru markmiðum þýska handknattleikssambandsins þegar það réði Dag fyrir hálfu öðru ári síðan. Degi er síðan ætlað að vinna gull á leikunum í Tókíó árið 2020 en þessi Evrópumeistaratitill er langt á undan áætlun.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Sjá meira