Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 52-61 | Þægilegt hjá toppliðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 30. janúar 2016 17:45 Mynd/Vísir Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Snæfell vann nokkuð þægilegan sigur, 61-52, á Keflavík í Dominos-deild kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn var lítið spennandi og hafði Snæfell lengst af góð tök á honum. Í upphafi leiksins fóru nokkur skot forgörðum hjá báðum liðum og var eins og það væri slím á boltanum. Leikmenn beggja liða unnu sig hægt og rólega í takt við leikinn og fóru að setja fínar körfur niður. Snæfellingar voru kannski einu skrefi á undan en Keflvíkingar aldrei langt undan. Eftir fyrsta leikhlutann var staðan 16-13 fyrir Snæfell. Í öðrum leikhluta fóru leikmenn Snæfells að spila harðari vörn og réðu heimamenn ekki við það. Snæfellingar fóru að setja niður fleiri skot og þá sérstaklega Bryndís Guðmundsdóttir, fyrrverandi leikmaður Keflvíkinga, og leikmaður Snæfells í dag. Hún fór mikinn í leikhlutanum og Keflvíkingar réðu ekkert við hana. Snæfell jók rólega við forskot sitt og var staðan í hálfleik, 33-18, og gestirnir fimmtán stigum yfir. Keflavík gerði fyrstu fimm stig síðari hálfleiksins og breytti liðið stöðunni strax í 23-33. Snæfell svarði þá strax í sömu mynd og setti liðið strax fimm stig í andlitið á heimamönnum. Þær bættu um betur og varð fljótlega munurinn tuttugu stig, 43-23. Fyrir lokaleikhlutann munaði 18 á stigum á liðunum, 51-33, og Keflavík þurfti kraftaverk. Í fjórða leikhlutanum hélt sama sagan áfram. Keflavík réð ekki við pressuvörn Snæfells og hver einasta sókn þeirra var mun erfiðari en hjá gestunum. Keflavík sýndi samt mikla baráttu undir lok leiksins og maður sá vel að liðið getur spilað körfubolta. Leiknum lauk því með auðveldum sigur Snæfells, 61-52. Liðið er því enn í efsta sæti deildarinnar með 28. Ingi Þór: Slökuðum full mikið áIngi Þór Steinþórsson, þjálfari meistaraflokka Snæfells.Vísir/Anton„Ég er bara óánægður með hugafarið hjá mínum leikmönnum eftir að við náðum þessu tuttugu stiga forskoti undir lokin,“ segir Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, eftir leikinn. „Við slökuðum full mikið á undir lokin. Mér fannst hugafarið bara ekki nægilega gott hjá stelpunum, ekki þannig að við ætluðum að berjast á fullu.“ Hann segist aldrei hafa verið hræddur um að tapa þessum leik. „Ég vil samt fá meiri ákefð frá mínum leikmönnum. Leikurinn er fjörutíu mínútur og við eigum að spila hverja einustu sekúndu í leiknum.“ Sverrir Þór: Okkur var fyrirmunað að skoraSverrir Þór Sverrissonvísir/daníel„Þessi leikur fór í raun í öðrum leikhluta. Við skorum bara fimm stig í þeim fjórðungi,“ segir Sverir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur,eftir ósigurinn í dag. „Það stafaði ekki af því að við vorum að fá svo svakalega vörn á okkur en okkur var bara fyrirmunað að skora. Við erum að brenna af fríum sniðskotum og fleira.“ Sverrir segir að skotnýting liðsins hafi verið afleidd í leiknum í dag. „Það var ástæðan fyrir þessari forystu í hálfleik. Í síðari hálfleiknum byrjum við af krafti en fljótlega ná þær að fara með þetta aftur upp í tuttugu.“ Hann segist vera með ánægður með þær stelpur sem komu inn af bekknum undir lokin. Bryndís: Alltaf gott að spila hérBryndís Guðmundsdóttir.Vísir/Stefán„Mér finnst alltaf gaman að koma hingað og spila,“ segir Bryndís Guðmundsdóttir, leikmaður Snæfells, sem skoraði 17 stig í leiknum. „Ég er náttúrulega búin að spila hér í mörg ár og þekki þetta hús vel. Góður fyrri hálfleikur lagði grunninn af þessum sigri hjá okkur í dag.“ Bryndís segir að þá hafi liðið spilað feikilega góða vörn og góðan sóknarleik. „Við héldum síðan að þetta væri bara komið í síðari hálfleik og hættum bara. Maður getur aldrei gert það á móti Keflavík.“Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 33-36 | Bláir leiða úrslitaeinvígið Handbolti Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn