Bóluefni við Zika-veirunni mögulega tilbúið fyrir árslok Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. janúar 2016 16:27 Starfsmenn á vegum yfirvalda úða skordýraeitri til að fækka moskítóflugum á karnivalsvæðinu í Ríó de Janeiro. Vísir/AFP Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn. Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Mögulegt er að bóluefni vegna Zika-veirunnar verði tilbúið fyrir lok ársins svo hægt verði að nota það í neyðartilvikum. Þetta segir vísindamaðurinn Gary Kobinger sem vinnur nú að gerð bóluefnis. Kobinger vann meðal annars að því að þróa bóluefni sem gaf góða raun gegn Ebóla-veirunni í Gíneu og segir að bóluefnið sé auðvelt í framleiðslu og því verði hægt að framleiða það í miklu magni loks þegar það verður klárt. Komist bóluefnið í gegnum prófanir verði hægt að nota það í neyðartilvikum í október eða nóvember.Sjá einnig: Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunniEr þetta mun fyrr en bandarísk yfirvöld hafa áætlað. Hafa þau sagt að það muni taka mörg ár að þróa bóluefni við Zika-veirunni. Veiran smitast með moskító-flugum en mögulegt þykir að hún geti einnig smitast við kynmök. Veiran er flokkuð sem alvarleg ógn við heilsufar manna en talið er að hún geti valdið heilaskaða í nýburum. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir að veiran breiðist út með ógnarhraða og búið er að greina smit í bæði Svíþjóð og Danmörku.Tvö fyrirtæki vinna nú að gerð bóluefnis í samvinnu við háskóla. Miðað við ummæli Kobinger er hann og hans teymi langt á undan öðrum en forstjóri lyfjafyrirtækisins Inovio sem er í samstarfi við Kobinger segir að það verði erfitt að ná markmiðum Kobinger en alls ekki ómögulegt.Sjá einnig: Barnshafandi konur sérstakt áhyggjuefniUm 80 prósent sem bera veiruna finna fyrir engum einkennum. Fyrir vikið er erfiðara fyrir barnshafandi konur að átta sig á því hvort þær séu smitaðar en yfirvöld í Mið-Ameríkuríkjum hafa farið fram á það að íbúar fresti barneignum vegna hættunnar sem veiran felur í sér. Zika-veiran var fyrst greind í Úganda árið 1947, en hefur aldrei breiðst út með þeim hætti og nú er. Brasilísk yfirvöld tilkynntu um fyrstu tilfellin í Suður-Ameríku í maí síðastliðinn.
Zíka Tengdar fréttir Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17 Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09 Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25 Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Útbreiðsla Zika-veirunnar: 220 þúsund hermenn gerðir út af örkinni Brasilískir hermenn munu ganga hús úr húsi og afhenda Brasilíumönnum bæklinga um hvernig megi koma í veg fyrir frekari útbreiðslu Zika. 26. janúar 2016 14:17
Hugsanlega áratugur í mótefni við Zika Bandarískir vísindamenn telja að það geti tekið allt að tíu ár að þróa og fá samþykkt mótefni við Zika-vírusnum svokallaða 27. janúar 2016 21:09
Tilfelli zika-veirunnar koma upp í Svíþjóð og Danmörku Þeir smituðu eru nýkomnir heim eftir að hafa ferðast til til Mið- og Suður-Ameríku þar sem veiran hefur breiðst hratt út. 27. janúar 2016 07:25
Spáir að allt að fjórar milljónir manna muni smitast af Zika-veirunni Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO hefur sett saman sérstakt neyðarteymi vegna hraðrar útbreiðslu Zika-veirunnar í Mið- og Suður-Ameríku. 28. janúar 2016 14:52