Handbolti

Keisarinn birtir mynd af Degi og segir að með svona vilja sé allt hægt

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Dagur Sigurðsson er líflegur á hliðarlínunni.
Dagur Sigurðsson er líflegur á hliðarlínunni. vísir/epa
Dagur Sigurðsson stýrir lærisveinum sínum í þýska landsliðinu gegn Noregi í undanúrslitum EM 2016 í handbolta í kvöld. Í boði er sæti í úrslitaleiknum á sunnudaginn.

Dagur er orðinn afskaplega vinsæll í Þýskalandi vegna árangurs liðsins sem ekki margir bjuggust við að yrði svona góður vegna mikilla meiðsla.

Þýskaland vann stjörnum prýtt lið Danmerkur í lokaleik milliriðils tvö á miðvikudaginn og hirti þannig sætið í undanúrslitunum af Guðmundi Guðmundssyni.

Mikil spenna er fyrir leiknum í Þýskalandi og ætlar meira að segja fótboltakeisarinn sjálfur, Franz Beckenbauer, að horfa.

„Með svona vilja er allt hægt,“ skrifar keisarinn á Twitter-síðu sína og birtir mynd af Degi Sigurðssyni að fagna á hliðarlínunni. „Í kvöld krossleggjum við fingur og látum okkur dreyma,“ segir Franz Beckebauer.


Tengdar fréttir

Dagur, hvernig ferðu að þessu?

Þýska handboltalandsliðið er komið alla leið í undanúrslitin á Evrópumótinu og mætir Noregi í kvöld. Dagur Sigurðsson hefur átt svör við hverju áfallinu á fætur öðru en liðið hefur misst sjö sterka leikmenn. Fréttablaðið skoð




Fleiri fréttir

Sjá meira


×