Ótímabært að kanna breyttar reglur í Silfru Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 29. janúar 2016 06:00 Tekjur af gjaldtöku við Silfru fara í að bæta aðbúnað og öryggi. Fréttablaðið/Vilhelm Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Engin ákvörðun verður tekin um hvort fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum verði tekin til endurskoðunar eftir að kínverskur ferðamaður lést eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á þriðjudaginn. Slíkt gæti gerst eftir rannsókn lögreglu. „Samgöngustofa tjáir sig ekki um einstök slys fyrr en rannsókn lögreglu lýkur,“ segir Þórhildur Elín Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu. Lögreglan annast rannsókn þessarar tegundar slysa en útgáfa fyrirmæla um köfun fellur undir Samgöngustofu. Öll slys kalla á mögulegar breytingar eftir rannsókn lögreglu að sögn Þórhildar. „Almennt geta allar rannsóknir á samgönguslysum leitt til þess að verklagi sé breytt í öryggisátt,“ segir hún. Eftir köfunarslys í Silfru árið 2013 gaf Siglingastofnun út ný fyrirmæli um köfun í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Fyrirtæki sem bjóða upp á köfun í þjóðgarðinum skila inn öryggis- og viðbragðsáætlun til Samgöngustofu til samþykkis og þau eru hvött til að kynna sér fyrirmæli vegna köfunar. Einstaklingar sem stunda áhugamanna- og sportköfun eru þó ávallt á eigin ábyrgð.Ólafur Örn Haraldssonvísir/vilhelmÓlafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, segir hug allra sem að þessu koma hjá konunni sem lést og aðstandendum. Sjálfsagt verði nú farið yfir reglur, fyrirmæli og öryggismál. „Ég hef óskað eftir fundi með björgunar- og viðbragðsaðilum. Þjóðgarðurinn hlýtur að velta fyrir sér, þó svo við séum ekki ábyrg fyrir köfuninni, hvort hann eigi að leggja til land, þjónustu og aðstöðu undir starfsemi sem reynist þetta hættuleg. Það er spurning sem þjóðgarðurinn þarf að taka afstöðu til,“ segir Ólafur og bendir á að ásóknin nálgist þolmörk. Árið 2011 var áætlað að um átta þúsund manns hefðu kafað í Silfru en í fyrra er talið að hátt í þrjátíu þúsund manns hafi kafað. Miðað við þúsund króna gjaldtöku þjóðgarðsins af köfun má áætla að tekjur hafi verið meiri en tuttugu milljónir króna. Áætlaðar tekjur fyrirtækja sem buðu upp á köfun í Silfru voru 100 til 120 milljónir árið 2011.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08 Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00 Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14 Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Sjá meira
Var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis Kínverska konan sem nú liggur þungt haldin á gjörgæsludeild Landspítalans eftir alvarlegt köfunarslys í Silfru á Þingvöllum í gær var við köfun á vegum ferðaþjónustufyrirtækis og var með leiðsögumann með sér. 27. janúar 2016 12:08
Sökk þrjátíu metra til botns við köfun í Silfru Kínversk kona á þrítugsaldri sökk til botns í köfunarslysi í Silfru. Konan lá enn þá á gjörgæsludeild, í gær afar þungt haldin. Sérsveit ríkislögreglustjóra og reyndir kafarar aðstoðuðu við rannsókn málsins. 28. janúar 2016 07:00
Köfunarslysið í Silfru: Kínverska konan er látin Konan var 26 ára og búsett í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 13:14
Skoða má hertar reglur um köfun Skoða má hvort herða beri reglur um köfun í Silfru. Þetta segir Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, en erlend kona á þrítugsaldri slasaðist alvarlega í Silfru í gær. 27. janúar 2016 07:00
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“