Norski lýsandinn tók Adolf Inga á þetta þegar Noregur komst í undanúrslit Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 15:30 Daniel Höglund og Kristian Kjelling lýsa leiknum í gær. mynd/skjáskot Noregur komst í gærkvöldi í undanúrslit á EM í handbolta í fyrsta sinn eftir glæsilegan sigur á meistaraefnum Frakklands, 29-24. Noregur tapaði fyrsta leik mótsins gegn strákunum okkar með einu marki, en hafa síðan unnið lið á borð við Króatíu, Pólland og Frakkland. Ekki nóg með að Norðmenn komust í fyrsta sinn í undanúrslit heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og náðu efsta sæti milliriðils eitt. Þegar Noregur spilaði á móti Frakklandi í gær héldu flestir að um hreinan úrslitaleik fyrir Norðmennina væri að ræða því Frakkar gátu komist yfir þá með sigri. Þá hefði Noregur þurft að treysta á Króata sem reyndar tóku sig til og niðurlægðu gestgjafa Póllands. Sæti Norðmanna var því alltaf tryggt. En það vissu Daniel Höglund og Kristian Kjelling sem lýstu leik Noregs og Frakklands á TV3 í Noregi ekki. Höglund var algjörlega sturlaður af gleði undir lok leiksins og minnti svo sannarlega á íslenska íþróttafréttamanninn og gleðigjafann Adolf Inga Erlingsson þegar Ísland komst í úrslitin á Ólympíuleikunum í Peking. Kjelling, sem er fyrrverandi leikmaður norska liðsins, virtist eiginlega bara í áfalli og kom vart upp orði. Ekkert sérstakt fyrir sérfræðing í beinni útsendingu. Hér að neðan má fara með norsku lýsendunum í gegnum síðustu mínútur leiksins í gær.Norske kommentatorer jubler over norsk EM-succes!NORSKE KOMMENTATORER GÅR BANANAS!Se de norske håndboldkommentatorer gå amok, da Norge besejrede Frankrig ved EM i håndbold.- Vi er på vej mod den største sensation i norsk herrehåndbold nogensinde!! Vi er i himlen, og vi er i semifinalen, lød det blandt andet fra kommentatorduoen Daniel Høglund og Kristian Kjelling, der kommenterer for norsk TV3.Posted by TV3 Sport Håndbold on Thursday, January 28, 2016 EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Noregur komst í gærkvöldi í undanúrslit á EM í handbolta í fyrsta sinn eftir glæsilegan sigur á meistaraefnum Frakklands, 29-24. Noregur tapaði fyrsta leik mótsins gegn strákunum okkar með einu marki, en hafa síðan unnið lið á borð við Króatíu, Pólland og Frakkland. Ekki nóg með að Norðmenn komust í fyrsta sinn í undanúrslit heldur gerðu þeir sér lítið fyrir og náðu efsta sæti milliriðils eitt. Þegar Noregur spilaði á móti Frakklandi í gær héldu flestir að um hreinan úrslitaleik fyrir Norðmennina væri að ræða því Frakkar gátu komist yfir þá með sigri. Þá hefði Noregur þurft að treysta á Króata sem reyndar tóku sig til og niðurlægðu gestgjafa Póllands. Sæti Norðmanna var því alltaf tryggt. En það vissu Daniel Höglund og Kristian Kjelling sem lýstu leik Noregs og Frakklands á TV3 í Noregi ekki. Höglund var algjörlega sturlaður af gleði undir lok leiksins og minnti svo sannarlega á íslenska íþróttafréttamanninn og gleðigjafann Adolf Inga Erlingsson þegar Ísland komst í úrslitin á Ólympíuleikunum í Peking. Kjelling, sem er fyrrverandi leikmaður norska liðsins, virtist eiginlega bara í áfalli og kom vart upp orði. Ekkert sérstakt fyrir sérfræðing í beinni útsendingu. Hér að neðan má fara með norsku lýsendunum í gegnum síðustu mínútur leiksins í gær.Norske kommentatorer jubler over norsk EM-succes!NORSKE KOMMENTATORER GÅR BANANAS!Se de norske håndboldkommentatorer gå amok, da Norge besejrede Frankrig ved EM i håndbold.- Vi er på vej mod den største sensation i norsk herrehåndbold nogensinde!! Vi er i himlen, og vi er i semifinalen, lød det blandt andet fra kommentatorduoen Daniel Høglund og Kristian Kjelling, der kommenterer for norsk TV3.Posted by TV3 Sport Håndbold on Thursday, January 28, 2016
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30 Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30 Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Fótbolti Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér Fótbolti Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti Fleiri fréttir Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Sjá meira
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Lazarov markahæstur á EM Makedóninn Kiril Lazarov er markahæsti leikmaður EM eftir milliriðlana en ekki er víst að hann nái samt markakóngstitlinum á endanum. 28. janúar 2016 16:30
Frakkar með næstum því þúsund fleiri landsleiki en Norðmenn Noregur og Frakkar mætast í kvöld í úrslitaleik um sæti í undanúrslitum á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi en liðin eru í harðri baráttu við heimamenn um tvö laus sæti í milliriðli eitt. 27. janúar 2016 10:30
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni