Þýskaland féll niður í annað sæti milliriðils 2 eftir sigur Spánverja á Rússum í kvöld sem þýðir að Dagur Sigurðsson og hans menn mæta Norðmönnum í undanúrslitunum á EM í Póllandi á föstudag.
Króatar, sem unnu ótrúlegan fjórtán marka sigur á Póllandi í kvöld, mæta Spánverjum í hinni undanúrslitaviðureigninni.
Frakkland mætir svo Danmörku í leiknum um fimmta sætið á mótinu en þessi lið voru talin einna sterkust á mótinu og reiknuðu sjálfsagt margir með því að þau myndu mætast í úrslitaleiknum.
Pólland mætir Svíþjóð í leiknum um sjöunda sætið.

