Handbolti

Noregur í undanúrslit í fyrsta sinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Norðmenn náðu að stöðva Nikola Karabatic í kvöld.
Norðmenn náðu að stöðva Nikola Karabatic í kvöld. Vísir/AFP
Noregur gerði sér lítið fyrir og skellti heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakklands í lokaumferð milliriðlakeppninnar á EM í Frakklandi í dag, 29-24

Þar með náðu Norðmenn að tryggja sér efsta sæti milliriðils 1 og þar með sæti í undanúrslitum á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni.

Frakkland situr eftir í öðru sæti riðilsins með sex stig. Pólland er einnig með sex stig en á leik til góða gegn Króatíu, sem er með fjögur stig, í kvöld.

Öll þessi þrjú lið geta komist áfram í undanúrslitin með Norðmönnum í kvöld. Pólverjar fara áfram með að minnsta kosti jafntefli í leiknum á eftir en Króatar þurfa að vinna ellefu marka sigur í á Pólverjum til að fara fyrir ofan bæði Frakkland og Pólland.

Frakkar fara aðeins áfram ef Króatar vinna Pólverja, en þó með ekki minna en fjögurra marka mun og ekki meira en ellefu marka mun.

Norðmenn leiddu gegn Frökkum með eins marks mun í hálfleik, 12-11, en þeir norsku náðu að síga fram úr með frábærum varnarleik síðustu 20 mínútur leiksins. Kent Robin Tönnesen átti frábæran leik og skoraði sex mörk en fleiri voru öflugir í liði Norðmanna.

Daniel Narcisse skoraði sjö mörk fyrir Frakka en Nikola Karabatic aðeins þrjú mörk í átta skotum. Þá varði Thierry Omeyer tíu skot í marki Frakka og var með 29 prósenta hlutfallsmarkvörslu.

Viðureign Frakklands og Póllands hefst klukkan 19.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×