Umfjöllun: Þýskaland - Danmörk 25-23 | Dagur skellti Guðmundi og fer í undanúrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. janúar 2016 19:15 Guðmundur Guðmundsson eftir leikinn í kvöld. Vísir/AFP Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%). EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira
Þýskaland tryggði sér sæti í undanúrslitum á EM í Póllandi eftir magnaðan sigur á Danmörku, 25-23, í dag. Lemstrað lið Þjóðverja, undir stjórn Dags Sigurðssonar, hefur komið á óvart á mótinu í Póllandi og margir reiknuðu með að geysisterkt lið Dana, liði Guðmundar Guðmundssonar, yrði of stór biti fyrir þá þýsku. Svo reyndist ekki vera en lærisveinar Dags tryggðu sér sigurinn með því að skora fjögur síðustu mörk leiksins. Mikkel Hansen kom Dönum tveimur mörkum yfir, 21-23, þegar sjö og hálf mínúta var eftir en líkt og gegn Svíþjóð í gær gaf danska liðið eftir á lokakaflanum. Danmörk verður nú að treysta á að Spánn vinni ekki Rússland síðar í kvöld til að komast í undanúrslit mótsins. Danir voru fyrri til skora framan af leik. Mads Mensah Larsen byrjaði leikinn vel og skoraði tvö af fyrstu þremur mörkum Danmerkur. Hinum megin var Fabian Wiede, sem kom inn í byrjunarliðið fyrir Steffen Weinhold, sterkur en hann skoraði tvö af fyrstu fjórum mörkum Þýskalands, fiskaði víti sem skilaði marki og eina brottvísun; allt á fyrstu 11 mínútum leiksins. Þjóðverjar spiluðu til skiptis 6-0 og 4-2 vörn sem Danir leystu misvel. Eftir fimm dönsk mörk á fyrstu níu mínútunum kom tregða í sóknarleikinn sem Mikkel Hansen leysti reyndar ágætlega úr en hann skoraði þrjú mörk í röð um miðbik fyrri hálfleiks. Hansen kom Dönum í 7-8 en þá komu þrjú þýsk mörk í röð. Steffen Fäth fór mikinn á þessum kafla en hann var markahæstur Þjóðverja í fyrri hálfleik með fimm mörk úr sex skotum. Kai Häfner, sem kom inn í þýska hópinn fyrir leikinn, kom Þjóðverjum tveimur mörkum yfir, 10-8, þegar átta mínútur voru til hálfleiks. Danir voru hins vegar sterkir á lokakaflanum í fyrri hálfleik sem þeir unnu 5-2. Michael Damgaard átti flotta innkomu í sóknina og Niklas Landin fór loks að verja. Danir skoruðu fjögur mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir, 10-12, en tvö af þremur síðustu mörkum fyrri hálfleik voru þýsk og því var forysta Dana í hálfleik aðeins eitt mark, 12-13.Dagur stýrir sínum mönnum í kvöld.Vísir/GettyÞjóðverjar nýttu sér brottvísun Anders Eggert í upphafi seinni hálfleiks og skoruðu þrjú fyrstu mörk hans og komust tveimur mörkum yfir, 15-13. Danir svöruðu fyrir sig með 6-2 kafla og náðu tveggja marka forskoti, 17-19. Þetta var saga leiksins. Liðin skiptust á að skora nokkur mörk í röð en munurinn á þeim var aldrei meiri en tvö mörk. Þjóðverjar lentu í miklum erfiðleikum í sókninni á þessum kafla og skoruðu ekki í tæpar níu mínútur. Samt tókst Dönum ekki að stinga af. Lærisveinar Dags náðu aftur áttum í sókninni eftir þennan erfiða kafla, skoruðu þrjú mörk í röð og komust yfir, 20-19. Þá var komið að Dönum sem skoruðu þrjú mörk í röð og komust tveimur mörkum yfir á ný, 21-23. Eftir 23. mark Dana sem Hansen gerði eftir hraðaupphlaup tók Dagur leikhlé og hvað svo sem hann sagði þar, þá svínvirkaði það. Juilius Kühn, sem kom líkt og Häfner inn í hópinn fyrir leikinn í dag, skoraði eftir leikhléið og Martin Strobel jafnaði svo metin í 23-23 með sínu fyrsta marki.Anders Eggert var sársvekktur í leikslok.Vísir/GettyÞýska vörnin var gríðarlega sterk á lokakaflanum, svo sterk að Danir skoruðu ekki síðustu sjö og hálfa mínútu leiksins. Þá vaknaði Andreas Wolff til lífsins í markinu og varði fimm skot á lokakaflanum. Þjóðverjar skoruðu tvö síðustu mörk leiksins og tryggðu sér frábæran sigur, 25-23, á sterku liði Dana. Fäth var markahæstur í liði Þýskalands með sex mörk en Wiede kom næstur með fimm. Alls komust tíu leikmenn Þjóðverja á blað í leiknum á móti sjö hjá Dönum. Wolff varði 16 skot í markinu (42%). Hansen skoraði sjö mörk fyrir Dani og Eggert sex. Í seinni hálfleik vantaði hins vegar algjörlega framlag frá mönnum eins og Mensah, Damgaard og Mads Christiansen. Þá skoruðu línumenn danska liðsins ekki mark í leiknum. Landin varði alls 17 skot í markinu (40%).
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Körfubolti Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Fleiri fréttir Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Sjá meira