Spá hnignun í sölu iPhone Sæunn Gísladóttir skrifar 27. janúar 2016 08:57 Sala á iPhone 6S hefur ekki verið í samræmi við væntingar. Vísir/Getty Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október. Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Apple kynnti afkomu fjórða ársfjórðungs síðasta árs í gærkvöldi og þá var ljóst að söluaukning iPhone milli ára var mun minni en árin áður. Nú spá sérfræðingar að þetta sé byrjunin á hnignun í sölu iPhone á árinu 2016. Apple átti stórkostlegt ár eftir að hafa kynnt síma með stærri skjá, iPhone 6, auk stærri útgáfu af þeim síma, iPhone 6 Plus, í september árið 2014. En talið er að of lítil þróun hafi orðið milli iPhone 6 og 6S, sem kynntur var í september 2015, því séu neytendur annaðhvort að kaupa gamla iPhone 6 síma eða bíða eftir tækninýjungum hjá iPhone 7, sem er væntanlegur í september 2016. Reuters greinir frá því að spáð sé að sala á iPhone muni dragast saman á fyrsta fjórðungi þessa árs sem yrði fyrsti samdráttur milli fjórðunga síðan fyrsti iPhone síminn var kynntur árið 2007. Sérfræðingar spá að 54,6 milljónir síma muni seljast á fyrsta fjórðungi þessa árs, samanborið við 61,2 milljónir síma á sama fjórðungi ársins 2015, sem var fjörutíu prósenta aukning milli ára. Hlutabréf í Apple hafa lækkað um tíu prósent síðan í byrjun október.
Tækni Tengdar fréttir Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58 Mest lesið Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Milljónagreiðslur til Baldvins Jónssonar stöðvaðar Viðskipti innlent Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf „Algjört siðleysi“ Neytendur Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Söluaukning á iPhone-símum aldrei minni Apple seldi 74,8 milljónir síma síðustu þrjá mánuði ársins 2015, miðað við 74,5 milljónir árið áður. 26. janúar 2016 22:58