Sýrlenskur strákur í vanda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 27. janúar 2016 09:00 Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Hinn 15. október 1993 var afar sérstakur dagur fyrir mig því dóttir mín fæddist þann dag í Stykkishólmi. Hún ólst upp í góðu umhverfi og stundar nú nám í Háskóla Íslands. Lífið brosir við henni. Á sunnudaginn var hitti ég aðra manneskju sem einnig er fædd 15. október árið 1993. Það var kúrdískur strákur, Ahmed Ibrahim að nafni. Lífskjör hans hafa verið töluvert öðruvísi en hjá dóttur minni. Heimaþorp hans er nálægt Al Hasakah í Sýrlandi þar sem stríðið á milli á hers Asad forseta og hers andspyrnunnar gegn Asad er skelfilegt. Faðir Ahmeds hafði verið í hópi andstæðinga Asad forseta og fékk einu sinni dauðadóm. En sem betur fer var hann náðaður árið 2011. Eftir að ISIS kom fram á sjónarsviðið varð stríðið enn hryllilegra og flúði fjölskylda Ahmeds til Tyrklands en sundraðist á leiðinni. Eftir nokkra mánuði komst Ahmed til Búlgaríu og fékk viðurkenningu sem flóttamaður. Engu að síður voru aðstæður hans slæmar. Hann hafði vinnu en fékk enginn laun greidd. Hann fékk að gista í skjóli hjá kirkju eða mosku en stundum varð hann bara að sofa á götunni. Einnig var hann hræddur við árasir glæpamanna sem herja á flóttafólk. Eftir tæpa ársdvöl í Búlgaríu kom hann til Íslands og sótti um hæli á ný síðasta sumar. Hann fékk synjun, bæði frá Útlendingastofnun og kærunefnd útlendingamála, þar sem hann hafði áður fengið dvalarleyfi í Búlgaríu. Þess vegna ætla íslensk yfirvöld að senda hann þangað aftur. Eins og við getum séð í fréttum, eru aðstæður í Búlgaríu, hvað varðar flóttamenn, alls ekki góðar. Stjórnvöld þar ákváðu að byggja upp múr meðfram landamærum við Tyrklandi til að stöðva straum flóttamanna. Flóttamenn njóta hvorki mikillar samúðar né réttinda í Búlgaríu. Búlgaría er ekki rík þjóð og er búin að taka við fleiri flóttamönnum en hún ræður við. Raunar lagðist Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna árið 2014 tímabundið gegn því að hælisleitendur væru endursendir til Búlgaríu vegna slæmra aðstæðna hælisleitenda, þar til úrbætur hefðu átt sér stað. Öll vitum við hvað gerðist síðasta haust í ríkjum Balkanskaga. Aðstæður flóttafólks versnuðu gríðarlega. Þessi staðreynd virðist hafa farið fram hjá kærunefnd útlendingamála. Staðan í Búlgaríu er því mun verri núna en 2014 eða fyrri hluti ársins 2015. En gögn og skýrslur sem kærunefnd útlendingamála notaði til þess að skoða stöðuna í Búlgaríu og skera úr um áfrýjun Ahmeds voru gefin út fyrir júlí 2015 og sýna því ekki heldur stöðu í dag. Mig langar að spyrja hvort það sé rétt ákvörðun hjá íslensku yfirvöldum að senda Ahmed í slíkar aðstæður á ný. Ahmed fékk pappíra sem leyfði honum að vera í Búlgaríu. En staðreyndin er sú að hann á enga fjölskyldu þar og hefur hvorki vinnu né húsnæði. Leyfið sem hann fékk tryggir ekkert í raun. Er það ekki of mikið álag fyrir 22 ára strák að lifa við slíkar aðstæður eftir afar erfiða upplifun í eigin heimalandi? Það skiptir máli að fólk sem þarfnast verndar fái vernd, sem er mannúðleg og sem rétt er að staðið. Það er andi viðkomandi laga og við verðum að halda fast í þennan anda. Ég óska þess innilega að íslensk yfirvöld taki tillit til núverandi aðstæðna flóttamanna í Búlgaríu og stígi hugrökk þá leið að veita unga kúrdíska stráknum hæli hér á landi. Hann gæti verið ,,bara einhver strákur“ fyrir íslenska ríkinu, en fyrir hann er þetta mál upp á líf eða dauða og 22 ára strákur á að sjálfsögðu skilið líf. Toshiki Toma, prestur innflytjenda.
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer Skoðun