Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Snæfell 64-74 | Snæfell í bikarúrslit í þriðja sinn Sveinn Ólafur Magnússon í TM-höllinni skrifar 24. janúar 2016 22:30 Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 15 stig í leiknum í kvöld. vísir/anton Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Snæfell er komið í úrslitaleik Powerade-bikars kvenna í þriðja sinn í sögu félagsins eftir 10 stiga sigur, 64-74, á Keflavík í TM-höllinni í kvöld. Snæfell mætir Grindavík í bikarúrslitaleiknum 13. febrúar næstkomandi. Haiden Palmer átti að venju góðan leik í liði Snæfells en hún skoraði 31 stig, tók fjögur fráköst, gaf þrjár stoðsendingar og stal boltanum sex sinnum. Gunnhildur Gunnarsdóttir átti sömuleiðis prýðisgóðan leik en hún skoraði 15 stig og tók sex fráköst. Þá stóð Bryndís Guðmundsdóttir einnig fyrir sínu á gamla heimavellinum og skoraði 14 stig. Melissa Zorning var atkvæðamest í liði Keflvíkinga með 21 stig en skotnýting hennar var ekki góð. Fyrirliðinn Sandra Lind Þrastardóttir var svo með myndarlega tvennu; 12 stig og 15 fráköst. Heimakonur byrjuðu leikinn mun betur og leiddu með 10 stigum eftir 1. leikhluta, 22-12. Snæfell komst betur inn í leikinn í 2. leikhluta og þegar liðin gengu til búningsherbergja var munurinn kominn niður í tvö stig, 33-31. Keflvíkingar héldu forystunni framan af seinni hálfleik en góður kafli undir lok 3. leikhluta þýddi að Snæfell var með þriggja stiga forskot, 46-49, fyrir lokaleikhlutann. Þar reyndust Íslandsmeistararnir mun sterkari en þeir unnu 4. leikhlutann 25-18 og leikinn með 10 stigum, 64-74.Tölfræði leiks:Keflavík-Snæfell 64-74 (22-12, 11-19, 13-18, 18-25)Keflavík: Melissa Zornig 21/6 fráköst, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 13, Sandra Lind Þrastardóttir 12/15 fráköst/5 stoðsendingar/4 varin skot, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 11/6 fráköst, Marín Laufey Davíðsdóttir 4, Bríet Sif Hinriksdóttir 3, Þóranna Kika Hodge-Carr 0, Katla Rún Garðarsdóttir 0, Thelma Dís Ágústsdóttir 0/4 fráköst, Andrea Einarsdóttir 0, Elfa Falsdottir 0, Irena Sól Jónsdóttir 0.Snæfell: Haiden Denise Palmer 31/5 fráköst/6 stolnir, Gunnhildur Gunnarsdóttir 15/6 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 14/4 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 6/7 fráköst, María Björnsdóttir 6, Hugrún Eva Valdimarsdóttir 2/4 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 0, Anna Soffía Lárusdóttir 0, Erna Hákonardóttir 0, Rebekka Rán Karlsdóttir 0, Sara Diljá Sigurðardóttir 0, Alda Leif Jónsdóttir 0.Ingi Þór: Sjálfstraustið kom með góðri vörn Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var að vonum kátur í leikslok. „Þetta er mjög sætt. Við byrjuðum illa en þegar leið á fengum við framlag frá fleirum og sjálfstraustið kom með góðri vörn,“ sagði Ingi sem hrósaði mótherjunum. „Keflvíkingar eru með flott lið en það var ekki fyrr en við fórum að vera á undan þeim í öllum aðgerðum að við náðum að stöðva þær. Ég sá þær spila á móti Stjörnunni og þetta var ekki sama liðið og þá.“ Ingi segist ekki eiga sér neina óskamótherja í úrslitaleiknum. „Ég veit ekki hvort við mætum Grindavík eða Stjörnunni en það skiptir ekki neinu máli. Snæfell er komið í leikinn sem allir vilja spila og það er ánægulegt,“ sagði Ingi Þór glaður í leikslok.Bryndís: Við vorum full lengi í gang Bryndís Guðmundsdóttir mætti sínu gamla félagi í kvöld en hún átti afbragðs leik. „Mér finnst alltaf gaman að koma og spila í Keflavík en þetta var sætt í kvöld.,“ sagði Bryndís í leikslok. Hún var ekkert alltof sátt með spilamennsku Snæfellsliðsins í leiknum. „Við vorum full lengi í gang. Mér fannst við bara lélegar í fyrri hálfleik en svo small þetta alveg hjá okkur eftir þriðja leikhluta,“ sagði Bryndís sem skoraði 14 stig í leiknum. „Við spiluðum kannski einn góðan leikhluta. Við spiluðum almennilega vörn og saman sem lið eftir 1. leikhluta. „Við fórum að spila fastar en á móti vorum við linar í 1. leikhluta. Við fengum lítið undir körfunni í upphafi en síðan fór þetta að ganga,“ sagði Bryndís að lokum.Sverrir Þór: Það vantaði frumkvæði hjá okkur Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflvíkinga, var ekki sáttur með úrslitin í kvöld. „Ég er hundfúll með að tapa leiknum og vera dottinn út úr bikar en ég var ánægður með baráttuna og fyrri hálfleikinn,“ sagði Sverrir en Keflavík leiddi með tveimur stigum í hálfleik. „Við spiluðum einnig þokkalega framan af seinni hálfleik. En svo lendum við í miklum vandræðum með að skora og Haiden Palmer hún er það góð að hún virðist geta skorað þegar hún vill,“ sagði Sverrir en umrædd Palmer skoraði 31 stig fyrir Snæfell í kvöld. Sverrir vildi sjá frumkvæði hjá sínum stúlkum í leiknum. „Þær spiluðu fast á okkur og ýttu okkur úr stöðum. Það vantar frumkvæðið hjá okkur. „Í staðinn fyrir að finna leiðir þá fara alltof margir leikmenn í felur og það endar með að einhver þarf að taka hálfgert neyðarskot,“ sagði Sverrir Þór að lokum. Bein lýsing: Keflavík - SnæfellTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira