Google talið hafa komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 23. janúar 2016 23:16 Sérfræðingur furðar sig á skattasamkomulagi Google og breska ríkisins. Vísir/EPA Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samkomulag sem Google gerði við breska ríkið um greiðslu skatta aftur í tímann hefur sætt mikilli gagnrýni eftir að í ljós kom að upphæðin er jafnvirði þess að 2,77 prósenta skattur hefði verið lagður á fyrirtækið á ári síðasta áratuginn. Fyrirtæki greiða almennt 20 prósenta skatt af hagnaði í Bretlandi. Google og breska ríkið sömdu um að leitarrisinn greiddi 130 milljónir punda í skatta aftur í tímann. Með greiðslunni hefur Google þá reitt fram samtals um 200 milljónir punda í skattgreiðslur í ríkissjóð síðan árið 2005. Á sama tímabili hefur áætlaður hagnaður félagsins verið 7,2 milljarðar.Fjármálaráðherra Breta er ánægður og segir samkomulagið sigur fyrir ríkisstjórnina.Vísir/EPAGuardian hefur eftir Prem Sikka, prófessor við Essex-háskóla og sérfræðingi í skattaundanskotum, að áætla megi að félagið hafi komist undan 1,6 milljarða punda skattgreiðslum á tímabilinu. Um tíu prósent af tekjum Google í heiminum eru tilkomnar í Bretlandi og furðar hann sig á því hvernig 130 milljóna punda talan var reiknuð út. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, telur samkomulagið hins vegar jákvætt. Hann sagði við fréttamenn á ráðstefnu Alþjóðaefnahagsráðsins í Davos að samkomulagið væri meiriháttar sigur fyrir skattastefnu ríkisstjórnarinnar. „Við höfum fengið Google til að borga skatta og ég tel að það sé risastórt skref áfram og taki á fullkomlega réttlátri reiði almennings gagnvart því að stórfyrirtæki borgi ekki skatta,“ sagði hann.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira