Handbolti

Hverjir gætu tekið við af Aroni?

Aron Kristjánsson sagði upp störfum í gær.
Aron Kristjánsson sagði upp störfum í gær. vísir/valli
HSÍ þarf að finna íslenska karlalandsliðinu nýjan þjálfara eftir að Aron Kristjánsson ákvað að nýta sér uppsagnarákvæði í samningi sínum við sambandið.

Aron ákvað strax eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi að hann myndi stíga til hliðar en Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, sagði á fundinum í gær að hann væri sammála því að tímabært væri að nýr þjálfari myndi taka við liðinu.

Landsliðið kemur næst saman í byrjun apríl og næsta stóra verkefni verður að koma Íslandi á HM 2017 í Frakklandi. Undankeppni þess móts fer fram um miðjan júní en andstæðingur Íslands liggur ekki fyrir.

Hér fyrir ofan má lesa hvaða íslenskir þjálfarar koma helst til greina að mati Fréttablaðsins en Guðmundur tók skýrt fram á fundinum í gær að HSÍ væri ekki feimið við að kanna þjálfaramarkaðinn í öðrum löndum, þó því myndi fylgja meiri kostnaður.

„Sambandið er alltaf rekið við núllið og við erum alltaf í slag um fjármagn. Ef við þurfum að fá fleiri styrktaraðila að sambandinu til að fá inn meira fjármagn þá gerum við það,“ sagði formaðurinn.

„Það þarf að vanda valið vel og sjá hvaða þjálfarar eru á lausu,“ segir Guðmundur og bætir við að bæði stjórn HSÍ og landsliðsnefnd munu koma að ráðningarferlinu.

Hann vildi ekki gefa upp neinn tímaramma fyrir ráðningarferlið en að stefnt yrði að því að ganga frá ráðningunni eins fljótt og kostur er.

graf/fréttablaðið

Tengdar fréttir

Aron: Ekki landsliðsþjálfari fyrir sjálfan mig heldur fyrir þjóðina

Aron Kristjánsson er hættur sem þjálfara íslenska karlalandsliðsins í handbolta en þetta kom fram á blaðamannfundi HSÍ í dag. Aron mætti á fundinn og fór yfir ákvörðun sína en það var hann sem nýtti sér uppsagnarákvæði í tveggja ára samningi sínum sem átti að renna út 2017.

Aron hættir með landsliðið

Tilkynnt á blaðamannafundi í hádeginu í dag, þremur dögum eftir að Ísland féll úr leik á EM í Póllandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×